Fréttir

Fyrirsagnalisti

4. júlí 2024 : Arctica Finance lýkur vel heppnaðri hlutafjáraukningu fyrir Freyja Healthcare

Freyja Healthcare hefur lokið USD 8 milljóna fjármögnun. Útboðinu var beint að takmörkuðum hópi innlendra fjárfesta og hátt hlutfall þeirra sem fengu kynningu fjárfestu í félaginu. 

24. apríl 2024 : Oculis tví-skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Í gær, þriðjudaginn 23. apríl 2024, voru hlutabréf augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis Holding AG skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. 

Arctica Finance hafði umsjón með skráningarferlinu og var ráðgjafi félagsins við 8 milljarða íslenskra króna (59 milljónir Bandaríkjadala) lokað hlutafjárútboð í aðdraganda skráningarinnar. Lögfræðilega ráðgjöf veittu lögmannsstofurnar BBA//Fjeldco, Cooley LLP og Vischer AG.

11. apríl 2024 : Arctica Finance hefur umsjón með 8 milljarða króna fjármögnun Oculis og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Oculis hefur í aðdraganda skráningarinnar sótt sér jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna (59 milljónir USD) frá íslenskum stofnanafjárfestum og núverandi hluthöfum. Veruleg umframeftirspurn var í úboðinu. Félagið er vel fjármagnað og með tryggðan rekstur vel inn á seinni helming ársins 2026.

11. apríl 2024 : Hlutafjárútboði PLAY lýkur í dag kl. 16:00

Almennt hlutafjárútboð Fly Play hf. lýkur í dag fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 16.00.

9. apríl 2024 : Hlutafjárútboð PLAY hafið

Almennt hlutafjárútboð Fly Play hf. hófst kl. 10.00, þriðjudaginn 9. apríl 2024 og því lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 16.00.

8. mars 2024 : Arctica Finance ráðgjafi Fredensborg við sölu á Heimstaden á Íslandi

Sjóður að fullu í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur gengið frá kaupum á Heimstaden á Íslandi sem er með um 1.600 íbúðir í langtímaleigu hér á landi. Seljandinn er norska fjárfestingafélagið Fredensborg AS sem er móðurfélag Heimstaden Bostad AB, sem er eitt stærsta íbúðafélag Evrópu.

1. mars 2024 : PLAY hefur safnað áskriftarloforðum að andvirði 4 milljarða króna

Fly Play hf. („PLAY“ eða „félagið“) hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði 1.400 milljónir króna til viðbótar við áskriftir að upphæð 2.600 milljónir króna sem áður var tilkynnt um. Skilyrði áskrifta um lágmarksáskrift fyrir a.m.k. 4.000 milljónir króna hefur því verið uppfyllt og eru áskriftirnar nú eingöngu háðar því skilyrði að hluthafar PLAY samþykki að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins á aðalfundi þann 21. mars næstkomandi. Áskriftargengi á hvern hlut er 4,5 kr.

25. janúar 2024 : Tixly lýkur fjármögnun

Framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks, hefur komist að samkomulagi um fjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtækinu Tixly. Um er að ræða íslenskt félag sem sérhæfir sig í miðasölulausnum fyrir viðburðarhaldara á borð við menningar- og viðburðarhús.

16. nóvember 2023 : Alfa Framtak fjárfestir í hótelum

Alfa Framtak hefur samið um kaup á 100% hlut í Hótel Umi á Suðurlandi, en endanleg viðskipti eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fjárfestingin er gerð í gegnum sjóðinn Umbreytingu II slhf. og eignarhaldsfélagið AU 23 ehf. Alfa Framtak hefur nýlega einnig keypt 100% hlut í Hótel Höfn og 50% hlut í Hótel Hamri.

31. október 2023 : INVIT kaupir Austurverk

Nýverið gekk INVIT frá kaupum á 100% hlut í Austurverk sem var stofnað árið 2014 af feðgunum Stefáni Halldórssyni, Reyni Hrafni Stefánssyni og Steinþóri Guðna Stefánssyni. Félagið er staðsett á Egilsstöðum og sérhæfir sig í gatnagerð, lagnavinnu í jörðu, snjómokstri, yfirborðsfrágangi og annarri mannvirkjagerð.

21. september 2023 : IS Haf fjárfestingar fjárfestir í uppbyggingu á 20.000 tonna laxeldi í Þorlákshöfn

IS Haf fjárfestingar hafa undirritað samning um fjárfestingu í Thor Landeldi ehf., en félagið áformar uppbyggingu á 20.000 tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Um er að ræða þátttöku sjóðsins í hlutafjáraukningu, sem færir sjóðum 53% hlut í félaginu. Auk IS Hafs fjárfestinga munu norsku fjárfestarnir Frank Yri aðstoðarframkvæmdastjóri Seaborn og Alex Vassbotten, sem m.a. er stjórnarformaður Seaborn, fjárfesta í félaginu en Seaborn er norskt sölufyrirtæki á laxi. 

14. september 2023 : IS Haf fjárfestir í KAPP

Undirritað hefur verið samkomulag um kaup IS HAF fjárfestingar slhf. á 40% hlut í íslenska tæknifyrirtækinu KAPP. Til viðbótar ætlar sjóðurinn að leggja félaginu til aukið hlutafé til frekari vaxtar.

21. júní 2023 : Carbon Recycling International lýkur 30 milljón dollara fjármögnun

Carbon Recycling International (CRI) hefur nú lokið 30 milljón bandaríkjadala fjárfestingarlotu, en áform um hana voru tilkynnt á aðalfundi félagsins á síðasta ári. Equinor Ventures leiðir hóp nýrra fjárfesta sem bætast nú í hlutahafahóp CRI en aðrir nýir fjárfestar eru Gildi lífeyrissjóður, Sjóvá og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja.

24. mars 2023 : Oculis fagnar tímamótum

Þann 3. mars síðastliðinn var augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis skráð í bandarísku kauphöllina Nasdaq undir auðkenninu OCS, en félagið safnaði samhliða um 15 milljörðum króna af nýju hlutafé. Í vikunni fagnaði félagið svo skráningunni með því að hringja bjöllunni á Nasdaq í New York við hátíðlega athöfn.

9. mars 2023 : Arctica Finance leitar að verkefnisstjóra og sérfræðingi í Fyrirtækjaráðgjöf

Arctica Finance leitar annars vegar að verkefnisstjóra í Fyrirtækjaráðgjöf og hinsvegar að sérfræðingi í Fyrirtækjaráðgjöf.

3. nóvember 2022 : Kynnisferðir festa kaup á Actice ehf.

Undirritað hefur verið samkomulag um kaup Kynnisferða á ferðaþjónustufyrirtækinu Actice ehf. sem starfar undir vörumerkinu Activity Iceland. Unnið er að tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins og stendur áreiðanleikakönnun yfir.

2. nóvember 2022 : Eyrir Invest hf. styrkir stöðu sína með samningi við JNE Partners og The Baupost Group

Eyrir Invest og fjárfestingarsjóðirnir JNE Partners LLP og The Baupost Group hafa undirritað samkomulag um að sjóðirnir leggi Eyri til 175 milljóna evra lán til fjögurra ára. Með samkomulaginu öðlast sjóðirnir rétt til að eignast hluti í Marel frá Eyri í lok lánstímans.

17. október 2022 : Oculis tryggir sér um 80 milljónir bandaríkjadala í lokuðu hlutafjárútboði

Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis, sem vinnur að þróun nýrra lyfja til meðhöndlunar á alvarlegum augnsjúkdómum, hefur tilkynnt um PIPE fjármögnun upp á um 80 milljónir bandaríkjadala samhliða fyrirhugaðri skráningu félagsins í Bandarísku kauphöllina NASDAQ. 

21. júlí 2022 : Kerecis lýkur fjármögnun upp á USD 100 milljónir

Kerecis hefur lokið samanlagt USD 100 milljóna fjármögnun. Eignarhalds- og fjárfestingarfélagið KIRKBI, kennt við dönsku LEGO-fjölskylduna fjárfesti fyrir USD 40 milljónir. USD 20 milljónir voru seldar til meðfjárfesta og skuldabréfum að upphæð USD 10 milljónir breytt í hlutafé. Meðal nýrra meðfjárfesta má nefna lífeyrissjóðinn Brú og LSV.

16. júní 2022 : Alvotech skráð á Nasdaq New York

Í dag voru hlutabréf Alvotech Holdings skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York. Á næstu dögum verður öðrum áfanga náð með samhliða skráningu félagsins á Nasdaq First North Growth markaðinn á Íslandi. Arctica Finance, Landsbankinn og Arion banki voru meðal ráðgjafa Alvotech við hlutafjáraukningu í aðdraganda skráningar.

3. desember 2021 : Hagar og Reginn undirrita samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa

Hagar hf. og Reginn hf. undirrituðu í dag, 3. desember 2021, samning um áskrift að nýju hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. en líkt og tilkynnt var þann 24. september sl. undirrituðu Hagar hf., Reginn hf., Klasi ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu og rekstur fasteignaþróunarfélagsins Klasa ehf.

27. október 2021 : Útgerðarfélag Reykjavíkur selur óveðtryggð skuldabréf fyrir um 7 milljarða króna

Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) hefur lokið 7.040 milljóna króna óveðtryggðu skuldabréfaútboði.

22. október 2021 : Samruni Nordic Visitor og Iceland Travel samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Nordic Visitor og Iceland Travel

27. september 2021 : Viljayfirlýsing um uppbyggingu 15 ma.kr. fasteignaþróunarfélags

Hagar hf., Reginn hf., Klasi ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. undirrituðu á föstudaginn þann 24. september 2021 viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags.

9. september 2021 : Hagar selja óverðtryggð skuldabréf til endurfjármögnunar á skuldabréfaflokki HAGA181021

Hagar hf. hafa tekið tilboði fjárfesta í skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki, HAGA181024.

25. júní 2021 : Áttföld eftirspurn í hlutafjárútboði Fly Play hf.

Mikil eftirspurn var í hlutafjárútboði Play sem lauk klukkan 16.00 í dag, föstudaginn 25. júní 2021.

24. júní 2021 : Hlutafjárútboð Fly Play er hafið

Almennt hlutafjárútboð Fly Play hf. hófst kl. 10.00, fimmtudaginn 24. júní 2021 og því lýkur föstudaginn 25. júní 2021 kl. 16.00

flyplay-airbus

21. júní 2021 : Opinn kynningarfundur í tengslum við hlutafjárútboð Fly Play hf.

Play býður til kynningarfundar í tengslum við útboðin á morgun, þriðjudaginn. 22. júní kl. 8:30.

14. júní 2021 : Nordic Visitor kaupir Iceland Travel

Icelandair Group og Nordic Visitor skrifuðu í dag undir samning um kaup Nordic Visitor á 100% hlut í Iceland Travel. Alfa Framtak fjármagnar kaupin hjá Nordic Visitor. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

14. júní 2021 : Hlutafjárútboð Fly Play hf.

Útboðin munu standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 24. júní nk., til kl. 16:00 föstudaginn 25. júní.

21. apríl 2021 : Arctica Finance lýkur vel heppnuðu hlutafjárútboði PLAY

Arctica Finance hafði umsjón með lokuðu hlutafjárútboði Fly Play hf. (PLAY) sem fram fór fyrr í þessum mánuði.

10. mars 2021 : Íslenskir fjárfestar leggja Alvotech til um tvo milljarða

Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur lokið fjármögnun upp á samtals USD 35 milljónir, jafnvirði um ISK 4,5 milljarða, en í þeim hópi sem leggja félaginu nú til nýtt hlutafé eru íslenskir fjárfestar.

25. febrúar 2021 : Mikill áhugi fjárfesta á þriðja víxlaútboði ÚR

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hélt lokað útboð á víxlum í tveimur flokkum miðvikudaginn 24. febrúar sl. Þetta er þriðja útboð félagsins á innan við hálfu ári, en það fyrsta á þessu ári. Útboðið heppnaðist mjög vel líkt og áður. Tilboð bárust að fjárhæð 3.500 millj. kr. frá 14 aðilum sem var umtalsvert meira en í síðasta útboði. 

27. janúar 2021 : Breytingar hjá Markaðsviðskiptum Arctica Finance

Jón Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Markaðsviðskipta Arctica Finance. 

18. desember 2020 : Samruni Eldeyjar og Kynnisferða

Eldey og Kynnisferðir hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaga í eignasafni Eldeyjar og Kynnisferða. Við það sameinast rekstur Kynnisferða, Arcanum Fjallaleiðsögumanna, Logakórs og Sportköfunarskóla Íslands, auk þess sem sameinað félag mun verða minnihlutaeigandi í Íslenskum Heilsulindum, Lava Center og Raufarhólshelli. 

15. október 2020 : Reitir fasteignafélag hf. – Opinn rafrænn kynningarfundur

Auglýsing - Föstudaginn 16. október 2020, kl. 14:00
Í tengslum við hlutafjárútboð í Reitum fasteignafélagi hf.

7. maí 2020 : Fyrirhugaður samruni Eldeyjar og Kynnisferða

Undirritað hefur verið samkomulag um sameiningu Kynnisferða og félaga sem eru í eignasafni Eldeyjar, en með sameiningunni verður til eitt stærsta félag landsins sem sinnir afþreyingartengdri ferðaþjónustu. 

2. apríl 2020 : Yfirtökutilboð til hluthafa Heimavalla hf.

Fredensborg ICE ehf. gerir hluthöfum Heimavalla hf. tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu 1,5 kr. fyrir hlut.

19. desember 2019 : Nordic Visitor kaupir Terra Nova

18. desember 2019 : EasyPark kaupir Leggja appið

Sænska fyrirtækið EasyPark hefur keypt íslenska bílastæðaappið Leggja af Já hf.

2. október 2019 : Arctica Finance lýkur vel heppnuðu skuldabréfaútboði fyrir Haga

Lokuðu útboði Haga hf. á skuldabréfum þann 30.september 2019 er lokið.

1. júlí 2019 : Hagar hyggjast gefa út allt að 8 ma.kr. skuldabréf

Skrifað hefur verið undir samning við Arctica Finance hf. um framkvæmd skuldabréfaútboðsins

23. maí 2019 : Jarðvarmi eykur við hlut sinn í HS Orku

30% hlutur HS Orku í Bláa Lóninu seldur nýju félagi í eigu 14 lífeyrissjóða

23. apríl 2019 : Grein í 100% fish gefin út um þróun á vinnslu bolfisks á Íslandi

Ný 100% fish grein komin út: From Sea to Land: Increased Inland Processing of Groundfish in Iceland. Hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans er að gefa út greinar um sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“

25. janúar 2019 : Alvotech gefur út breytanleg skuldabréf fyrir USD 300 milljónir

Líftæknifyrirtækið Alvotech gaf nýverið út skuldabréf fyrir USD 300m eða jafnvirði ríflega 36 milljarða króna.

30. nóvember 2018 : Samruni Haga, Olís og DGV samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV, en Arctica Finance ásamt Landslögum var ráðgjafi Haga. Kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir í apríl 2017 með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar Haga fyrir aukningu hlutafjár. Fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar var aflétt í júlí 2017 og hlutafjáraukning var samþykkt á aðalfundi Haga í júní 2017.

30. nóvember 2018 : Grein í 100% fish gefin út um þróun sjávarútvegs í Rússlandi

Ný 100% fish grein komin út: The Russian Seafood Modernization: A Message from Russia. Hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans er að gefa út greinar um sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“

12. september 2018 : Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum

Í dag var undirrituð sátt á milli Haga hf. og Samkeppniseftirlitsins um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf., en ráðgjafar Haga voru Arctica Finance og Landslög.

19. júlí 2018 : Fjármögnun lokið á flughóteli við Keflavíkurflugvöll

Aðaltorg ehf. hefur lokið fjármögnun á 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhóteli en ráðgjafi Aðaltorgs við fjármögnunina var Arctica Finance.

28. júní 2018 : Sala á meirihluta í vélsmiðjunni Hamri

Samkomulag hefur náðst um kaup á 70% hlut í félaginu Stál í Stál ehf. móðurfélagi vélsmiðjunnar Hamars og fasteignarfélagsins Idea.

27. júní 2018 : Fyrsta grein í 100% fish gefin út í samstarfi Arctica og Sjávarklasans

Sem hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans eru gefnar út greinar um ýmis sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“.

18. júní 2018 : Samstarf Arctica Finance og Íslenska sjávarklasans

Arctica Finance og Íslenski sjávarklasinn hafa ákveðið að hefja samstarf sem lýtur að því að greina og þróa tækifæri í sjávarútvegi. Samstarfið snýr meðal annars að fjármögnun verkefna innanlands og erlendis á sviði útgerðar, fullvinnslu og líftækni.

5. júní 2018 : Sérfræðingur í Markaðsviðskiptum

Arctica Finance leitar að verðbréfamiðlara. Öll reynsla af fjármálamarkaði er kostur en þó ekki nauðsyn. Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2018.

17. janúar 2018 : Jón Þór Sigurvinsson ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance

Jón Þór Sigurvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance. Hann tekur við starfinu af Stefáni Þór Bjarnasyni sem hefur frá stofnun félagsins sinnt stöðu framkvæmdastjóra félagsins samhliða því að veita Fyrirtækjaráðgjöfinni forstöðu. 

6. desember 2017 : TFII kaupir meirihluta í Hreinsitækni

TFII, nýstofnaður framtaksskjóður í rekstri Íslenskra Verðbréfa, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Hreinsitækni ehf.

6. nóvember 2017 : FlyOver Iceland fjármögnun

Viad Corp, skráð alþjóðlegt afþreyingarfyrirtæki, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Esju Attractions sem sér um verkefnið FlyOver Iceland. 

5. október 2017 : Arctica Finance höfðar ógildingarmál vegna ákvörðunar FME

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur tekið þá ákvörðun að Arctica Finance hf. (Arctica) skuli greiða stjórnvaldssekt, þar sem að FME telur að Arctica hafi brotið ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og reglur FME um kaupaukakerfi. Arctica Finance höfðar ógildingarmál vegna ákvörðunar FME.

18. júlí 2017 : Alopex Gold skráð á hlutabréfamarkað í Kanada

Fyr­ir­tækið Al­opex Gold, sem hef­ur fjár­fest í gull- og sink­nám­um á Græn­landi, hefur verið skráð á hluta­bréfa­markað í kaup­höll­inni í Toronto.

27. apríl 2017 : Hagar hf. kaupa allt hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og DGV ehf.

Hagar hf. kaupa allt hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og DGV ehf. Hagar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) og fasteignafélagsins DGV ehf. Ráðgjafi Haga í viðskiptunum var Arctica Finance.