Fréttir

Fyrirsagnalisti

7. maí 2020 : Fyrirhugaður samruni Eldeyjar og Kynnisferða

Undirritað hefur verið samkomulag um sameiningu Kynnisferða og félaga sem eru í eignasafni Eldeyjar, en með sameiningunni verður til eitt stærsta félag landsins sem sinnir afþreyingartengdri ferðaþjónustu. 

2. apríl 2020 : Yfirtökutilboð til hluthafa Heimavalla hf.

Fredensborg ICE ehf. gerir hluthöfum Heimavalla hf. tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu 1,5 kr. fyrir hlut.

19. desember 2019 : Nordic Visitor kaupir Terra Nova

18. desember 2019 : EasyPark kaupir Leggja appið

Sænska fyrirtækið EasyPark hefur keypt íslenska bílastæðaappið Leggja af Já hf.

2. október 2019 : Arctica Finance lýkur vel heppnuðu skuldabréfaútboði fyrir Haga

Lokuðu útboði Haga hf. á skuldabréfum þann 30.september 2019 er lokið.

1. júlí 2019 : Hagar hyggjast gefa út allt að 8 ma.kr. skuldabréf

Skrifað hefur verið undir samning við Arctica Finance hf. um framkvæmd skuldabréfaútboðsins

23. maí 2019 : Jarðvarmi eykur við hlut sinn í HS Orku

30% hlutur HS Orku í Bláa Lóninu seldur nýju félagi í eigu 14 lífeyrissjóða

23. apríl 2019 : Grein í 100% fish gefin út um þróun á vinnslu bolfisks á Íslandi

Ný 100% fish grein komin út: From Sea to Land: Increased Inland Processing of Groundfish in Iceland. Hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans er að gefa út greinar um sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“

25. janúar 2019 : Alvotech gefur út breytanleg skuldabréf fyrir USD 300 milljónir

Líftæknifyrirtækið Alvotech gaf nýverið út skuldabréf fyrir USD 300m eða jafnvirði ríflega 36 milljarða króna.

30. nóvember 2018 : Samruni Haga, Olís og DGV samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV, en Arctica Finance ásamt Landslögum var ráðgjafi Haga. Kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir í apríl 2017 með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar Haga fyrir aukningu hlutafjár. Fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar var aflétt í júlí 2017 og hlutafjáraukning var samþykkt á aðalfundi Haga í júní 2017.

30. nóvember 2018 : Grein í 100% fish gefin út um þróun sjávarútvegs í Rússlandi

Ný 100% fish grein komin út: The Russian Seafood Modernization: A Message from Russia. Hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans er að gefa út greinar um sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“

12. september 2018 : Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum

Í dag var undirrituð sátt á milli Haga hf. og Samkeppniseftirlitsins um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf., en ráðgjafar Haga voru Arctica Finance og Landslög.

19. júlí 2018 : Fjármögnun lokið á flughóteli við Keflavíkurflugvöll

Aðaltorg ehf. hefur lokið fjármögnun á 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhóteli en ráðgjafi Aðaltorgs við fjármögnunina var Arctica Finance.

28. júní 2018 : Sala á meirihluta í vélsmiðjunni Hamri

Samkomulag hefur náðst um kaup á 70% hlut í félaginu Stál í Stál ehf. móðurfélagi vélsmiðjunnar Hamars og fasteignarfélagsins Idea.

27. júní 2018 : Fyrsta grein í 100% fish gefin út í samstarfi Arctica og Sjávarklasans

Sem hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans eru gefnar út greinar um ýmis sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“.

18. júní 2018 : Samstarf Arctica Finance og Íslenska sjávarklasans

Arctica Finance og Íslenski sjávarklasinn hafa ákveðið að hefja samstarf sem lýtur að því að greina og þróa tækifæri í sjávarútvegi. Samstarfið snýr meðal annars að fjármögnun verkefna innanlands og erlendis á sviði útgerðar, fullvinnslu og líftækni.

5. júní 2018 : Sérfræðingur í Markaðsviðskiptum

Arctica Finance leitar að verðbréfamiðlara. Öll reynsla af fjármálamarkaði er kostur en þó ekki nauðsyn. Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2018.

17. janúar 2018 : Jón Þór Sigurvinsson ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance

Jón Þór Sigurvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance. Hann tekur við starfinu af Stefáni Þór Bjarnasyni sem hefur frá stofnun félagsins sinnt stöðu framkvæmdastjóra félagsins samhliða því að veita Fyrirtækjaráðgjöfinni forstöðu. 

6. desember 2017 : TFII kaupir meirihluta í Hreinsitækni

TFII, nýstofnaður framtaksskjóður í rekstri Íslenskra Verðbréfa, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Hreinsitækni ehf.

6. nóvember 2017 : FlyOver Iceland fjármögnun

Viad Corp, skráð alþjóðlegt afþreyingarfyrirtæki, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Esju Attractions sem sér um verkefnið FlyOver Iceland. 

5. október 2017 : Arctica Finance höfðar ógildingarmál vegna ákvörðunar FME

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur tekið þá ákvörðun að Arctica Finance hf. (Arctica) skuli greiða stjórnvaldssekt, þar sem að FME telur að Arctica hafi brotið ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og reglur FME um kaupaukakerfi. Arctica Finance höfðar ógildingarmál vegna ákvörðunar FME.

18. júlí 2017 : Alopex Gold skráð á hlutabréfamarkað í Kanada

Fyr­ir­tækið Al­opex Gold, sem hef­ur fjár­fest í gull- og sink­nám­um á Græn­landi, hefur verið skráð á hluta­bréfa­markað í kaup­höll­inni í Toronto.

27. apríl 2017 : Hagar hf. kaupa allt hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og DGV ehf.

Hagar hf. kaupa allt hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og DGV ehf. Hagar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) og fasteignafélagsins DGV ehf. Ráðgjafi Haga í viðskiptunum var Arctica Finance.