Fréttir

Viljayfirlýsing um uppbyggingu 15 ma.kr. fasteignaþróunarfélags

27. september 2021

Hagar hf., Reginn hf., Klasi ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. undirrituðu á föstudaginn þann 24. september 2021 viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags. 

Viljayfirlýsingin er gerð í tengslum við fyrirhuguð kaup Haga og Regins á nýju hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er áætlað að eignarhlutur hvers eiganda um sig, þ.e. Haga, Regins og KLS eignarhaldsfélags, núverandi eiganda Klasa, verði um 1/3 af útgefnu hlutafé. Áætluð verðmæti undirliggjandi fjárfestingareigna Klasa eftir fyrirhuguð viðskipti verða um 15 ma.kr. Gert er ráð fyrir að eiginfjárhlutfall félagsins í upphafi verði um 70%.

Fyrirhuguð viðskipti eru gerð m.a. með fyrirvörum um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Ráðgjafi Haga Hf. í viðskiptunum er Arctica Finance