Um Arctica

Um Arctica

Arctica Finance hf. var stofnað árið 2009 og er verðbréfafyrirtæki sem starfar samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Um starfsemi Arctica Finance gilda m.a. lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, lög nr. 115/2021, um markaði fyrir fjármálagerninga, og lög nr. 2/1995, um hlutafélög.

Arctica Finance er framsækið félag og byggir félagið þjónustu sína á því að veita fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum þjónustu í gegnum Fyrirtækjaráðgjöf og Markaðsviðskipti. Starfsmenn Arctica Finance hafa víðtæka og áralanga reynslu af þjónustu og ráðgjöf af því tagi er félagið býður upp á. Áhersla er lögð á að byggja upp traust samband við viðskiptavini, þar sem fagmennska og trúverðugleiki eru í fyrirrúmi.

Starfsemi Arctica Finance er fyrst og fremst á Íslandi, en tengslanet starfsmanna teygir sig víða og hafa starfsmenn félagsins unnið verkefni víða erlendis, m.a. á Norðurlöndum, Bretlandseyjum, meginlandi Evrópu og Norður-Ameríku.