Upplýsingar

Reglur og stefnur

Arctica Finance leggur ríka áherslu á að allt starfsfólk á vegum félagsins búi yfir fullnægjandi færni, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að inna af hendi þau verkefni sem þeim eru falin.

Reglur um hæfi lykilstarfsmanna

Arctica Finance hefur sett reglur á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki og leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins, þar sem er skilgreint hverjir teljast til lykilstarfsmanna og hvaða kröfur Arctica Finance gerir til hæfis lykilstarfsmanna, en eðli máls samkvæmt eru gerðar strangari kröfur til þeirra en annarra starfsmanna.

Reglur um hæfi lykilstarfsmanna Arctica


Reglur um meðferð upplýsinga um viðskiptavini

Arctica Finance hefur í samræmi við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki sett sér reglur um meðferð upplýsinga um viðskiptavini. Í þeim reglum er tiltekið hvernig staðið skuli að miðlun upplýsinga til innra eftirlits, eftirlitsstjórnvalda og lögreglu og hvernig eftirliti með framkvæmd reglnanna er háttað.

Reglur um meðferð upplýsinga um viðskiptavini

Reglur um verðbréfaviðskipti starfsmanna

Arctica Finance hefur í samræmi við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og laga um verðbréfaviðskipti, með vísan til reglugerðar um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sett sér reglur um verðbréfaviðskipti starfsmanna. Með reglunum er stefnt að því að koma í veg fyrir að viðskipti eigenda virkra eignarhluta, stjórnenda, starfsmanna og maka framangreindra aðila, með fjármálagerninga, rekist á við hagsmuni viðskiptavina félagsins.

Reglur um verðbréfaviðskipti starfsmanna

Persónuverndarstefna

Arctica Finance hefur sett sér persónuverndarstefnu í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018.

Persónuverndarstefna Arctica Finance

Stefna um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð

Arctica Finance hefur samþykkt stefnu um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð með vísan til laga um fjármálafyrirtæki, laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Markmið stefnunnar er að skilgreina áherslur Arctica Finance í sjálfbærni (e. sustainability) og samfélagslegri ábyrgð (e. corporate social responsibility) og lýsa því hvernig Arctica Finance hyggst tileinka sér þær áherslur í starfsemi sinni. Um leið þjónar stefnan hlutverki leiðarvísis fyrir starfsmenn og stjórnendur sem skuldbundnir eru til að fara eftir efni stefnunnar.

Með sjálfbærni er átt við samþættingu þriggja meginstoða sem eru almannahagsmunir, hagnaður og heimurinn (e. people, profit, planet). Hugtakið sjálfbær þróun er skilgreint í Brundtland-skýrslu (1987) sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Sjálfbærni lýsir því þegar áhersla er lögð á að nýta það sem í boði er án þess að það hafi skaðleg áhrif á jörðina og með því vonandi varðveita auðlindir jarðar fyrir komandi kynslóðir.

Með samfélagslegri ábyrgð er átt við að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni, heldur taka mið af UFS þáttum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skilgreint samfélagslega ábyrgð fyrirtækja sem „ábyrgð fyrirtækja á áhrifum sínum á samfélagið“.

Stefna Arctica Finance tilgreinir áherslur félagsins í umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS). Með áherslu á UFS þætti er unnið að hagsmunum Arctica Finance, viðskiptavina félagsins og samfélagsins alls til framtíðar, og stuðlað að heilbrigðum viðskiptaháttum, góðum stjórnarháttum og jákvæðum áhrifum á umhverfið, félagslega þætti og stjórnarhætti.

Auk UFS þátta útlistar stefna Arctica Finance markmið félagsins um ábyrg innkaup og ábyrgar fjárfestingar.

Arctica skrifaði í september 2020 undir sameiginlega viljayfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar og aðila sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði, um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar. Með því skuldbatt Arctica sig til að taka tillit „til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og þeirra viðmiða sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér. Þar má nefna markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland eigi síðar en árið 2040, markmið Parísarsamkomulagsins um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráður og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2030. Eftir atvikum er einnig litið til ESG/UFS, meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), UN Global Compact ofl.

Arctica Finance hefur síðan í janúar 2019 verið aðili að IcelandSif, sem er fræðsluvettvangur ábyrgra fjárfestinga sem stuðla að því að efla þekkingu fjárfesta á aðferðfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

Árlega tekur Arctica Finance saman skýrslu um ófjárhagslegar upplýsingar er tekur á UFS þáttum og er hún birt í sérstökum kafla í ársreikningi sem má finna hér að neðan.

Sjálfbærniskýrsla fyrir árið 2023
Sjálfbærniskýrsla fyrir árið 2022
Sjálfbærniskýrsla fyrir árið 2021