Fréttir

Kerecis lýkur fjármögnun upp á USD 100 milljónir

21. júlí 2022

 

Kerecis hefur lokið samanlagt USD 100 milljóna fjármögnun. Eignarhalds- og fjárfestingarfélagið KIRKBI, kennt við dönsku LEGO-fjölskylduna fjárfesti fyrir USD 40 milljónir. USD 20 milljónir voru seldar til meðfjárfesta og skuldabréfum að upphæð USD 10 milljónir breytt í hlutafé. Meðal nýrra meðfjárfesta má nefna lífeyrissjóðinn Brú og LSV. Að lokum hefur félagið tryggt sér lánsfjármögnun upp á USD 30 milljónir. Að lokinn fjármögnunarlotunni er áætlað markaðsvirði Kerecis USD 620 milljónir.

Arctica Finance var ráðgjafi félagins við sölu á nýju hlutafé til meðfjárfesta ásamt því að selja breytanleg skuldabréf á sínum tíma.