Um Arctica

Stjórn

María Rúnarsdóttir, stjórnarformaður

María Rúnarsdóttir, stjórnarformaður, er sjálfstætt starfandi fjárfestir. Áður starfaði María meðal annars sem fjármálastjóri fasteignafélagsins SMI ehf. og Korputorgs ehf., ráðgjafi hjá KPMG Ráðgjöf og sem fjármálastjóri Svar tækni ehf., auk þess að vera einn stofnenda MINT Solutions ehf. María situr í dag í stjórn nokkurra félaga, s.s. MINT Solutions BV., MRI ehf., SMI Balkan ehf., NMR ehf., Umbra ehf., Uniconta Ísland ehf. og EA14 ehf. María er með MBA gráðu frá MIT (Massachusetts Institution of Technology) í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

 

Erlendur Svavarsson, stjórnarmaður

Erlendur Svavarsson, stjórnarmaður, hefur starfað í fluggeiranum frá 1992, þegar hann hóf störf hjá Flugfélaginu Air Atlanta og síðar MD flugfélaginu. Árið 2003 hóf Erlendur störf hjá Loftleidum Icelandic ehf. Árið 2008 hóf Erlendur störf hjá Icelandair Group sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Síðan 2010 hefur Erlendur verið framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum Icelandic. Erlendur hefur setið í stjórnum ýmissa dótturfyrirtækja Icelandair Group og er Erlendur stjórnarformaður Cabo Verde Airlines. Erlendur er með BA gráðu í rússnesku og hagfræði frá Háskóla Íslands, MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og AMP gráðu frá Harvard Business School.

 

Þórir Kjartansson, stjórnarmaður

Þórir Kjartansson, stjórnarmaður, er byggingaverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1993 og með MBA-gráðu frá IESE. Þórir hefur verið sjálfstætt starfandi fjárfestir frá 2000 í gegnum Íslenska fjárfestingu ehf. sem hann á og rekur í samstarfi við annan mann. Þórir hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og má þar nefna að Þórir var í stjórn Landspítalans – Háskólasjúkrahúss til nokkurra ára. Þá hefur Þórir setið í stjórn ýmissa fyrirtækja og situr í stjórn Íslenskrar fjárfestingar ehf. og ýmsum dótturfélögum þess.


 

Gísli Þór Arnarson, varamaður

Gísli Þór Arnarson, varastjórnarmaður, er með C.S gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá University of Louisville í Bandaríkjunum. Gísli Þór er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs Samskipa, en var árin 2006 – 2012 forstöðumaður í innflutningsdeild Samskipa. Áður starfaði Gísli Þór í þrjú ár sem viðskiptastjóri í innflutningsdeild Eimskips og önnur þrjú ár þar á undan starfaði Gísli Þór við verkfræði og viðskiptaráðgjöf hjá The Corradino Group.