Stjórnarhættir
Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki ber Arctica Finance hf. að fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Stjórn Arctica Finance fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem voru gefnar út í maí 2015 af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq Iceland og Samtökum atvinnulífsins. Góðir stjórnarhættir stuðla að bættum vinnubrögðum og samskiptum sem eykur traust milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.
Stjórnun og yfirráð yfir Arctica Finance skiptast á milli hluthafa, stjórnar og framkvæmdastjóra í samræmi við samþykktir félagsins, reglur stjórnar og önnur tilmæli stjórnarinnar. Þá lýtur stjórnun og yfirráð félagsins ýmsum lögum og reglum, þ.m.t. lög um hlutafélög, lög um fjármálafyrirtæki, lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, reglugerð um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, reglugerð um fjárfestavernd og viðskipti fjármálafyrirtækja og reglur Kauphallar, auk ýmissa leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins. Nánari útlistun á lögum, reglum, reglugerðum og leiðbeinandi tilmælum er að finna á vef Fjármálaeftirlitsins.
Stjórnarháttayfirlýsingar
Árlega gerir Arctica Finance úttekt á því hvort stjórnarhættir félagsins séu í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. Í kjölfarið er birt yfirlýsing um stjórnarhætti Arctica Finance í sérstökum kafla í ársreikningi sem má finna hér að neðan. Það er einnig fjallað um stjórnarhætti Arctica Finance í ársskýrslu félagsins.
- Stjórnarháttayfirlýsing Arctica Finance fyrir árið 2019
- Stjórnarháttayfirlýsing Arctica Finance fyrir árið 2018
- Stjórnarháttayfirlýsing Arctica Finance fyrir árið 2017
- Stjórnarháttayfirlýsing Arctica Finance fyrir árið 2016
- Stjórnarháttayfirlýsing Arctica Finance fyrir árið 2015
- Stjórnarháttayfirlýsing Arctica Finance fyrir árið 2014
Starfsreglur stjórnar
Starfsreglur stjórnar Arctica Finance eru settar á grundvelli 70. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög, og 54. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með hliðsjón af leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2010, um efni reglna skv. 2. mgr. 54. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, leiðbeinandi tilmælum Fjármálaeftirlitsins nr. 1/2016, um innri stjórnarhætti fjármálafyrirtækja, og samþykktum Arctica Finance. Starfsreglurnar taka jafnframt mið af fyrrgreindum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.
Samþykktir
Hér má finna samþykktir Arctica Finance hf.
Starfskjarastefna
Stjórn Arctica Finance ber að samþykkja starfskjarastefnu og er hún árlega borin undir aðalfund félagsins.
Ársreikningar
Ársreikningur Arctica Finance er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglur um reikningsskil verðbréfafyrirtækja og verðbréfamiðlara.
- Ársreikningur 2019
- Ársreikningur 2018
- Ársreikningur 2017
- Ársreikningur 2016
- Ársreikningur 2015
- Ársreikningur 2014