Fréttir

Tixly lýkur fjármögnun

25. janúar 2024

Framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks, hefur komist að samkomulagi um fjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtækinu Tixly. Um er að ræða íslenskt félag sem sérhæfir sig í miðasölulausnum fyrir viðburðarhaldara á borð við menningar- og viðburðarhús. Fyrirtækið hefur vaxið verulega á síðustu árum og er nú með starfsemi í tólf löndum, þar með talið Noregi, Danmörku, Belgíu og Hollandi. Fyrirtækið gengur undir vörumerkinu Tix á Íslandi og var stofnað árið 2014. Framkvæmdastjóri félagsins er Hrefna Sif Jónsdóttir og alls starfa 46 manns hjá fyrirtækinu.

Fjárfesting Alfa Framtak í Tixly samanstendur af kaupum á hlutafé af hluthafa sem og fjármögnun sem á að styðja við vaxtaráform félagsins á erlendri grundu. Lykilhluthafar Tixly eftir viðskiptin verða, ásamt sjóði Alfa Framtaks, Sindri Már Finnbogason, Björn Steinar Árnason, sem einnig eru stofnendur félagsins, ásamt nokkrum af lykilstarfsmönnum félagsins.

Arctica Finance var ráðgjafi Tixly í viðskiptunum.