Fréttir

Grein í 100% fish gefin út um þróun sjávarútvegs í Rússlandi

30. nóvember 2018

Sem hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans eru gefnar út greinar um ýmis sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“. Með þessum útgáfum er markmiðið m.a. að gera íslenskan sjávarútveg sýnilegri á alþjóðavettvangi. Í því skyni eru greinarnar skrifaðar á ensku og þar með aðgengilegri fyrir stærri lesendahóp. Eitt aðal markmið samstarfsins er að samnýta þekkingu og tengsl Arctica og Sjávarklasans til að skapa fjölmörg spennandi tækifæri til vaxtar fyrir íslenskan sjávarútveg.

Útgefna greinin ber nafnið The Russian Seafood Modernization: A Message from Russia.