Fréttir

Arctica Finance lýkur vel heppnuðu skuldabréfaútboði fyrir Haga

2. október 2019

Lokuðu útboði Haga hf. á skuldabréfum þann 30.september 2019 er lokið. 

Boðin voru til sölu skuldabréf í nýjum verðtryggðum flokki, HAGA 021029 og óskað verður eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland innan 6 mánaða. 

Samtals bárust tilboð að nafnvirði 12.160.000.000.- króna og var ákveðið að taka tilboðum sem jafngiltu hámarksstærð útboðsins að nafnvirði 5.500.000.000.- króna á genginu 1,0. Bréfin bera fasta 2,8% verðtryggða vexti. Skuldabréfaflokkurinn er tryggður með veði í lykilfasteignum Haga. Hann er til 10 ára með jöfnum afborgunum á 3 mánaða fresti. Endurgreiðsluferli afborgana fylgir 30 ára greiðsluferli. Flokkurinn er stækkanlegur í allt að 15 ma.kr. 

Þá voru einnig boðin til sölu skuldabréf í nýjum óverðtryggðum flokki HAGA 021022, en engum tilboðum var tekið í þann flokk. 

Arctica Finance hafði umsjón með útboðinu fyrir hönd Haga.