Fréttir

Nordic Visitor kaupir Iceland Travel

14. júní 2021

Icelandair Group og Nordic Visitor skrifuðu í dag undir samning um kaup Nordic Visitor á 100% hlut í Iceland Travel. Alfa Framtak fjármagnar kaupin hjá Nordic Visitor. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Í samningnum er heildarvirði (e. enterprise value) Iceland Travel metið á ISK 1,4 milljarða en þar af eru ISK 350 milljónir háðar frammistöðutengdum mælikvörðum út árið 2023. Kaupverðið verður aðlagað að nettó skuldum og rekstrarfjármunum Iceland Travel, en fram kemur að nettó skuldir ferðaskrifstofunnar séu óverulegar.

Arctica Finance var ráðgjafi Nordic Visitor við kaupin og Íslandsbanki ráðgjafi Icelandair.