Upplýsingar

Viðskiptavinir

Öllum fjármálafyrirtækjum, þ.m.t. Arctica Finance, ber samkvæmt lögum og reglugerðum að gera eftirfarandi:

  1. Framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum vegna peningaþvættis (AML – anti money laundering).
  2. Flokka viðskiptavini sem almenna fjárfesta, fagfjárfesta eða viðurkennda gagnaðila (MiFID).
  3. Framkvæma hæfismat á viðskiptavinum, þ.e. meta hæfi þeirra til að eiga aðild að ákveðnum viðskiptum (KYC – Know Your Customer).

Eyðublöð og fylgigögn

Í framangreindu skyni hefur Arctica Finance útbúið eyðublöð sem viðskiptavinum ber að fylla út, undirrita og afhenda starfsmönnum Arctica Finance ásamt fylgigögnum. Starfsmenn Arctica Finance veita upplýsingar vegna þessara eyðublaða og fylgigagna. 

Með eyðublöðum þessum ber að fylgja gögn, en starfsmenn Arctica Finance geta verið viðskiptavinum innan handar við öflun þeirra.

Meðal gagna þeirra sem allir viðskiptavinir verða afhenda fjármálafyrirtækjum, þ.m.t. Arctica Finance, eru staðfest ljósrit af persónuskilríkjum allra sem koma fram fyrir hönd viðskiptavinar gagnvart Arctica.

Viðskiptavinir í Fyrirtækjaráðgjöf

Viðskiptavinir í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance þurfa að skrifa undir samning um sérhvert verkefni er Fyrirtækjaráðgjöf kann að taka að sér í hvert sinn. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Fyrirtækjaráðgjafar.

Viðskiptavinir í Markaðsviðskiptum

Viðskiptavinir í Markaðsviðskiptum Arctica Finance þurfa auk áðurnefndra eyðublaða að skrifa undir Almenna skilmála Markaðsviðskipta. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Markaðsviðskipta.