Fréttir

Sala á meirihluta í vélsmiðjunni Hamri

28. júní 2018

Hamar hefur um áratuga skeið verið leiðandi á sviði málmtækniiðnaðar og þjónustu við íslenskan iðnað. Meðal viðskiptavina félagsins eru meðal annars stærstu fyrirtæki landsins innan bæði stóriðju og sjávarútvegs. Fasteignafélagið Idea á fasteignir sem Hamar nýtir undir starfsemina.

Samningsaðilar eru SÍA III, framtakssjóður í umsjá sjóðastýringafyrirtækisins Stefnis og SA ehf. sem er í eigu stofnenda Hamars. Núverandi eigendur munu eftir viðskiptin áfram eiga 30% hlut í félaginu og vinna að áframhaldandi uppbyggingu félagsins.
Arctica Finance hf. var ráðgjafi seljenda.