Lagalegur fyrirvari
Lagalegur fyrirvari um vefsvæði Arctica Finance og efni á samfélagsmiðlum
Upplýsingar á vefsvæðum Arctica Finance eru birtar samkvæmt bestu vitund og veittar í upplýsingaskyni eingöngu, en skulu ekki nýttar á þeirri forsendu að um sé að ræða ráðleggingar eða ráðgjöf vegna viðskipta með fjármálagerninga eða annað. Fjárfestar eru eindregið hvattir til að leita ráðlegginga eigin ráðgjafa, s.s. vegna lagalegrar eða skattalegrar stöðu sinnar, áður en nokkurs konar viðskipti eru framkvæmd. Viðskipti með fjármálagerninga eru áhættusöm í eðli sínu. Verðbreytingar í fortíð gefa ekki endilega vísbendingu um verðbreytingar í framtíð.
Arctica Finance vinnur með upplýsingar sem félagið telur réttar, en ábyrgist þó ekki áreiðanleika eða nákvæmni upplýsinganna. Upplýsingarnar og skoðanir eða túlkanir sem fram koma á heimasíðunni geta breyst án fyrirvara og sérstök athygli er vakin á því að áætlanir og spár geta breyst fyrirvaralaust á jákvæðan og neikvæðan hátt og eru háðar utanaðkomandi óvissu og breytum. Arctica Finance ábyrgist ekki að gera breytingar á þeim upplýsingum sem birtar eru á heimasíðunni ef forsendur þeirra breytast eða ef í ljós kemur að þær eru rangar eða ónákvæmar.
Hvorki Arctica Finance né stjórnendur eða starfsmenn félagsins bera ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem hlýst af notkun á vef félagsins eða upplýsinga sem er að finna á heimasíðu Arctica Finance eða tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.
Arctica Finance á höfundarrétt að upplýsingum á heimasíðunni, nema annað sé tekið fram eða verði leitt af eðli máls. Óheimilt er að dreifa upplýsingum sem finna má heimasíðunni, afrita þær eða nýta með öðrum hætti án skriflegrar heimildar Arctica Finance. Viðskiptavinum Arctica Finance er þó heimilt að vista slíkar upplýsingar til einkanota.
Framangreindir fyrirvarar eiga einnig við um allar upplýsingar og efni sem sett er af hálfu Arctica Finance inn á samfélagsmiðla ef við á.
Lagalegur fyrirvari vegna tölvupósta
Tölvupóstar og viðhengi sem send eru frá netföngum Arctica Finance geta innihaldið trúnaðarupplýsingar og/eða einkamál og eru eingöngu ætluð þeim sem þau eru stíluð á. Sé efni tölvupósts og viðhengja ótengt starfsemi Arctica Finance er sendandi einn ábyrgur. Vakin er athygli á því að hvers konar upplýsingagjöf, afritun eða dreifing þeirra upplýsinga sem fram koma í tölvupóstum og viðhengjum er óleyfileg og kann að varða skaðabóta- og refsiábyrgð lögum samkvæmt, auk þess sem viðtakanda ber samkvæmt gildandi fjarskiptalögum að tilkynna sendanda hafi tölvupósturinn eða viðhengi hans ranglega borist honum. Í slíkum tilvikum vinsamlegast gætið fyllsta trúnaðar, tilkynnið sendanda um mistökin og eyðið tölvupóstinum og viðhengjum, án þess að geyma afrit, samanber lagaskyldu þar að lútandi samkvæmt 88. gr. laga nr. 70/2022, um fjarskipti.
Arctica Finance ber ekki ábyrgð á rangri eða ófullgerðri sendingu upplýsinga sem tölvupóstur kann að geyma, né heldur á töfum á afhendingu hans eða tjóni sem kann að verða á tölvukerfi móttakanda. Arctica Finance ábyrgjast hvorki öryggi tölvupósta né að þeir séu lausir við vírusa eða að íhlutun þriðja aðila hafi ekki átt sér stað.
Lagalegur fyrirvari vegna hljóðritana símtala og vistun gagna
Athygli er vakin á því að símtöl til og frá Arctica Finance kunna að vera tekin upp í samræmi við ákvæði laga, án sérstakrar tilkynningar í hvert sinn, en tilgangurinn er að tryggja öryggi viðskiptavina og Arctica Finance og leiðrétta hugsanlegan misskilning. Hið sama gildir um samtöl í gegnum aðra rekjanlega rafræna miðla.
Arctica Finance ber lögum samkvæmt að varðveita ýmis gögn, s.s. hljóðrituð símtöl og önnur rafræn samskipti, en slíkt skal vera í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og laga um fjarskipti. Að meginstefnu til er skylt að varðveita framangreind gögn í a.m.k. fimm ár. Skoðun og afhending gagna er aðeins heimil ákveðnum starfsmönnum Arctica Finance og yfirvaldi, s.s. lögreglu og eftirlitsstofnunum. Að öðru leyti er skylt að fara með varðveitt gögn líkt og með aðrar upplýsingar er lúta þagnarskyldu fjármálafyrirtækja.
Mælingar á vefnotkun
Vefur Arctica Finance safnar ekki sjálfkrafa
neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur.
Persónuverndarstefnu
Arctica Finance má finna hér.