Hagsmunaárekstrar
Að forðast hagsmunaárekstra er liður í að veita bestu mögulegu þjónustu. Í framkvæmd er það einkum gert með því að skilja að starfsmenn sem vinna störf sem kunna að stangast á innan Arctica Finance.
Arctica Finance hefur sett sér reglur um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum, sem ætlað er að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar skaði hagsmuni viðskiptavina félagsins. Er þeim ætlað að stuðla að samræmdri greiningu og meðhöndlun á hagsmunaárekstrum og viðhafa árangursríkar skipulagslegar og stjórnunarlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og stjórna hvers konar hagsmunaárekstrum sem upp kunna að koma hjá félaginu. Með því að forðast hagsmunaárekstra er betur stuðlað að vernd viðskiptavina og trúverðugleika markaðarins.
Reglur um ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum