Fréttir

Almennt útboð á hlutabréfum í Símanum

1. október 2015

Almennt útboð á hlutabréfum í Símanum hefst mánudaginn 5. október kl. 10:00 og lýkur miðvikudaginn 7. október kl. 16:00. Stærð útboðsins nemur 1.737.000.000 hlutum eða 18% hlut í félaginu og nemur söluandvirði þeirra að lágmarki 4.689,9 milljónum króna. Seljandi áskilur sér rétt til að stækka útboðið í allt að 2.026.500.000 hluti (21%) og er söluandvirði þeirra að lágmarki 5.471,55 milljónir króna. Hér að neðan má finna nánari upplýsingar um útboðið, fjárfestakynningar, skráningarlýsingu ásamt hlekk á áskriftarvef. 

FRÉTT UM ÚTBOÐIÐ
Fjárfestakynning Símans
Skráningarlýsing Símans
Viðauki við skráningarlýsingu Símans
ÁSKRIFTARVEFUR – TILBOÐSBÓK A 
ÁSKRIFTARVEFUR – TILBOÐSBÓK B

Arctica Finance og Arion Banki hafa umstjón með skráningu félagsins, auk þess sem að Arion banki hefur umsjón með útboðinu. Nánari upplýsingar og aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá Arctica Finance (arctica.is) og fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskiptum fjárfestingabankasviðs Arion banka (arionbanki.is), eða hjá verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka.