Fréttir

Hlutafjárútboð Fly Play er hafið

24. júní 2021

Almennt hlutafjárútboð Fly Play hf. hófst kl. 10.00, fimmtudaginn 24. júní 2021 og því lýkur föstudaginn 25. júní 2021 kl. 16.00.

Play_utbod
Boðnir verða til sölu samtals 221.906.800 hlutir að nafnverði í formi nýrra hlutabréfa í Fly Play hf. Fjárfestar geta valið á milli áskriftaleiðar A og áskriftarleiðar B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun.

Í áskriftarleið A verða boðnir til sölu 64.000.000 hlutir. Verð í áskriftarleið A er 18 kr./hlut. Lágmarksfjárhæð áskriftar er 100.000 kr. og hámarksáskrift er 20.000.000 kr.

Í áskriftarleið B verða boðnir til sölu 157.906.800 hlutir. Fjárfestar gera tilboð innan verðbilsins 18-20 kr./hlut. Lágmarksfjárhæð áskriftar er 20.000.000 kr.  

Upplýsingar og áskrift á vefnum
Áskriftum skal skilað í gegnum sérstakan áskriftarvef sem er aðgengilegur á vef Arctica Finance. Þar eru einnig ítarlegar upplýsingar um útboðið.

Þátttaka í útboðinu er heimil öllum þeim einstaklingum og lögaðilum sem hafa bæði íslenska kennitölu og eru fjárráða.

Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Fly Play hf. skulu fjárfestar kynna sér alla skilmála útboðsins og upplýsingar um Fly Play hf., sem finna má í fjárfestakynningu Fly Play hf., sem dagsett er 14. júní 2021, auk annarra gagna, fyrirvara og upplýsinga sem birt eru í tengslum við útboðið og fyrirhugaða skráningu á Nasdaq First North Iceland.

Hlutafjárútboð Fly Play