Um Arctica

Starfsmenn

Eignastýring

Valdimar Ármann
Forstöðumaður
Valdimar Ármann er forstöðumaður Eignastýringar. Hann hefur umfangsmikla reynslu af fjármálamörkuðum og hóf störf árið 1999 hjá Búnaðarbankanum Verðbréf og starfaði hjá ABN AMRO Bank árin 2003-2009, fyrst í London í verðbólgutengdum afurðum en síðan í New York sem forstöðumaður verðbólgutengdra afurða í Bandaríkjunum. Valdimar starfaði síðan hjá GAMMA Capital Management frá árinu 2009 fyrst sem sjóðsstjóri og framkvæmdastjóri sjóða og síðar 2017-2019 sem forstjóri félagsins. Valdimar er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, með MSc gráðu í fjármálaverkfræði frá ICMA Centre, University of Reading í Bretlandi og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur ritað fjölda greina og tekið þátt í skýrslugerð og ráðstefnum ásamt því að hafa verið aðjúnkt í Háskóla Íslands 2014-2018 og kenndi þar námskeiðið Skuldabréf í Mastersnámi.

Fyrirtækjaráðgjöf

Jón Þór Sigurvinsson
Forstöðumaður
Jón Þór er forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar og einn af stofnendum Arctica Finance. Jón Þór vann í Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í tvö ár frá 2007-2008. Áður vann Jón Þór hjá fjárfestingafélaginu Straumborg, þar sem hann bar ábyrgð á fjárfestingum félagsins í orkugeiranum ásamt því að sjá um veltubók. Frá 2005-2007 sat Jón Þór í stjórn tveggja olíuleitarfyrirtækja. Frá 2004-2005 vann Jón Þór hjá Kjarnorkurannsóknarstofnun Frakklands, CEA. Jón Þór er með M.Sc. gráðu í orkuverkfræði frá Université Joseph Fourier í Frakklandi, B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands, auk löggildingar í verðbréfamiðlun.
Andri Ingason er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Andri hóf störf hjá Arctica Finance árið 2018, áður starfaði hann hjá Landsbankanum þar sem hann vann á Einstaklingssviði. Andri er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, þá hefur hann jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Andri sat í stjórnum nokkurra hagsmunasamtaka stúdenta og gegndi lykilstöðum innan þeirra. Hann var gjaldkeri Markaðsráðs, Nemendafélags Viðskipta- og Hagfræðinema við Háskólann í Reykjavík og var fjáröflunarstjóri Landssamtaka Íslenskra Stúdenta.
Birta María Birnisdóttir
Birta María Birnisdóttir er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Birta starfaði hjá Sjóvá samhliða námi undanfarin ár og var í starfsnámi í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Birta hóf störf árið 2023 eftir að hafa útskrifast með B.Sc. gráðu í hagfræði með áherslu á fjármál úr Háskólanum í Reykjavík.
Grétar Brynjólfsson
Grétar Brynjólfsson er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf. Áður starfaði Grétar hjá fyrirtækjaráðgjöf GAMMA Capital Management og þar áður hjá fyrirtækjasviði PwC. Grétar er með meistaragráðu í fjármálum frá Háskólanum í Lundi og B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Grétar hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Gunnar Jóhannesson
Gunnar er verkefnisstjóri og sérfræðingur og einn af stofnendum Arctica Finance. Gunnar hóf störf í Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans árið 2004, en áður starfaði hann sem rekstrarráðgjafi og meðeigandi hjá IMG og Deloitte. Gunnar hefur komið að fjölda verkefna í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja. Hann hefur BSc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands, MSc í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, auk löggildingar í verðbréfamiðlun.
Hildur Sveinbjörnsdóttir
Hildur Sveinbjörnsdóttir er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Hildur hóf störf árið 2022. Hún starfaði áður í Fyrirtækjaráðgjöf EY frá árinu 2017.

Hildur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Fin. gráðu frá sama skóla.
Indriði Sigurðsson
Indriði Sigurðsson hóf störf hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance árið 2015 eftir 16 ára atvinnumannaferill í knattspyrnu í Noregi og Belgíu. Hann er með B.S. próf í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá Høgskolen i Sørøst –Norge og stundar einnig MBA nám samhliða vinnu með áherslu á fjármál við Heriot-Watt University, Edinburgh Business School. Þá hefur hann jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Rut Kristjánsdóttir
Rut Kristjánsdóttir er sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance. Rut hóf störf árið 2021, en hún hefur starfað í fjármálageiranum frá árinu 2017. Rut starfaði í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka árin 2019-2021 þar sem hún kom m.a. að mótun ábyrgra fjárfestinga innan eignastýringar Arion banka. Þar áður starfaði Rut í fjármálaráðgjöf Deloitte árin 2017-2019 þar sem hún vann m.a. að áreiðanleikakönnun á mörgum af stærstu félögum á íslenskum markaði.

Rut er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði úr Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Markaðsviðskipti

Jón Ingi Árnason
Forstöðumaður
Jón Ingi Árnason er forstöðumaður Markaðsviðskipta, en hann hóf störf hjá Arctica Finance í mars 2020. Jón Ingi hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2000, fyrst hjá Sameinaða lífeyrissjóðinum og síðar sem forstöðumaður og verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka, Kviku og Landsbanka Íslands. Frá árunum 2010 til 2015 starfaði Jón Ingi sem sjóðsstjóri hjá J Bond Partners og Landsbréfum. Jón Ingi er með B.S. í fjármálum frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Sigurðsson er sérfræðingur í Markaðsviðskiptum Arctica Finance. Hann er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja og B.Sc. í vélaverkfræði frá sama skóla. Einnig lagði hann stundir á nám í fjármálum og virðismati fyrirtækja við Columbia Háskóla í New York. Frá 2019-2023 starfaði Gunnar hjá Korta (síðar Rapyd) sem sérfræðingur í fjármálum, áhættustýringu og fjárstýringu. Frá árinu 2017 hefur Gunnar sinnt kennslu í grunn- og meistaranámi við Háskóla Íslands. Á tímabilinu 2012-2016 starfaði hann við verkefnastjórnun og verkfræði hjá VHE.
Jón Eggert Hallsson er sérfræðingur í Markaðsviðskiptum Arctica Finance. Jón Eggert hefur starfað á fjármálamarkaði frá 2005, í verðbréfamiðlun hjá Íslandsbanka og Kviku, sem sjóðsstjóri hjá J Bond Partners og síðar sem forstöðumaður eignastýringar hjá Íslenskum Verðbréfum. Jón Eggert er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Magnús Símonarson
Magnús Símonarson hóf störf sem sérfræðingur í Markaðsviðskiptum Arctica Finance í upphafi ársins 2023. Magnús hefur starfað á fjármálamarkaði samhliða námi undanfarin ár. Þar hefur hann starfað hjá Arion banka við eignastýringu fagfjárfesta og rekstur lífeyrissjóða. Þar að auki hefur Magnús sinnt dæmatímakennslu í áföngunum Rekstrarhagfræði 2 og Líkindafræði og forritun við Háskóla Íslands. Magnús er með B.S. í hagfræði frá Háskóla Íslands en nám hans þar var að hluta tekið við Stanford háskóla í Bandaríkjunum.
Sigþór Jónsson
Sigþór Jónsson, er sérfræðingur í Markaðsviðskiptum, en hann hóf störf hjá Arctica Finance í janúar 2023. Sigþór hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 2001, fyrst hjá SPRON og Búnaðarbanka Verðbréf. Á árunum 2004 til 2012 starfaði Sigþór hjá Kaupþing og Stefni hf., í greiningardeild og sem sjóðstjóri innlendra hlutabréfasjóða og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga. Á árunum 2012 til 2017 var Sigþór framkvæmdastjóri hjá Landsbréfum hf. og Íslenskum Verðbréfum hf. og forstöðumaður hjá Kviku Securities í London 2018-2019. Á árunum 2019 til 2022 var Sigþór framkvæmdastjóri jarðvarmafyrirtækisins GEG ehf. Sigþór er með MBA í structured finance and energy frá EADA í Barcelona og MSc í fjármálum frá Háskóla Íslands. Sigþór hefur lokið námskeiðum frá Harvard í Sustainability leadership og Private equity class frá London Business School auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Ægir Birgisson hóf störf hjá Markaðsviðskiptum Arctica Finance í ágúst 2018. Ægir hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1994, fyrst hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka (VÍB) við fjárfestingaráðgjöf til einstaklinga og síðar sem forstöðumaður og verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA), Straumi fjárfestingarbanka og VBS fjárfestingarbanka. Frá árunum 2011 til 2018 starfaði Ægir sjálfstætt við fjárfestingar og ráðgjöf. Ægir er með B.S. í fjármálum frá University of S - Alabama, MBA frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Yfirstjórn

Stefán Þór Bjarnason
Framkvæmdastjóri
Stefán er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Arctica Finance. Stefán var forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans á Íslandi og vann hjá Landsbankanum á árunum 1999 fram til október 2008. Á þessum tíma leiddi Stefán eða tók þátt í flestum af helstu fyrirtækjaráðgjafarverkefnum bankans. Stefán lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2001, og hefur lokið prófi sem löggiltur verðbréfamiðlari bæði á Íslandi og í Bretlandi.
Bjarni Þórður Bjarnason
Aðstoðarframkvæmdastjóri
Bjarni Þórður Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri, er einn af stofnendum Arctica Finance. Frá júní 2003 til október 2008 var Bjarni forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. Fyrir þann tíma var Bjarni aðstoðarforstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbankans og þar áður í samskonar stöðu hjá Gildingu fjárfestingarsjóði. Bjarni var fyrir þetta einnig sérfræðingur hjá Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings. Á síðustu árum hefur Bjarni veitt mörgum íslenskum og erlendum fjárfestum ráðgjöf í kaupum og sölum á fyrirtækjum og rekstri auk þess að safna hlutafé. Bjarni er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Southern Methodist University í Bandaríkjunum.
Ólafur Þór Finsen
Lögfræðingur / Regluvörður
Ólafur er lögfræðingur og einn af stofnendum Arctica Finance. Ólafur hefur starfað í fjármálageiranum frá 1999 þegar hann hóf störf í Búnaðarbankanum, en hann starfaði hjá Landsbanka Íslands frá júní 2003. Á þessum tíma hefur Ólafur komið að mörgum af helstu íslensku verkefnum tengdum fyrirtækjaráðgjöf. Ólafur lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og er með próf í verðbréfaviðskiptum.
Berglind Gretarsdóttir
Móttaka og skrifstofuhald
Berglind Gretarsdóttir er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá California State University Long Beach. Berglind hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1989, lengst af hjá Íslandsbanka sem deildarstjóri í rekstrardeild og rekstrarstjóri í reikningshaldi. Berglind starfaði hjá Saga Fjárfestingarbanka 2009 – 2011. Ennfremur hefur Berglind stundað nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði á hönnunar- og listnámsbraut.

A/F Rekstraraðili hf.

Friðrik Magnússon
Framkvæmdastjóri
Friðrik Magnússon er framkvæmdastjóri A/F Rekstraraðila hf., dótturfélags Arctica Finance,sem er skráð hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða, sbr.lög nr. 45/2020. Friðrik var forstöðumaður Eignastýringar Arctica Finance frá 2010 til 2020. Friðrik hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1994 sem framkvæmdastjóri Verðbréfasjóða Íslandsbanka, deildarstjóri og sjóðstjóri í Eignastýringu Íslandsbanka, sérfræðingur í Einkabankaþjónustu Íslandsbanka og Glitnis banka og sem sérfræðingur í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Friðrik er viðskiptafræðingur af fjármálasviði Háskóla Íslands (1994), með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík (2010) og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Vanesa Hoti er sérfræðingur hjá A/F Rekstraraðila hf. Vanesa hóf störf árið 2021 í Eignastýringu Arctica Finance eftir að hafa útskrifast með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál, frá Háskóla Íslands. Vanesa hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.