Fréttir

EasyPark kaupir Leggja appið

18. desember 2019

EasyPark verður þar með nýjasta bílastæðaþjónusta landsins, auk þess að útvíkka þjónustu sína á alþjóðavísu en fyrirtækið veitir bílastæðalausnir víða í Evrópu.

Á næstu mánuðum munu notendur Leggja appsins fá boð um að skipta yfir í EasyPark appið, sem auðveldar nú þegar milljónum notenda að greiða fyrir bílastæði hvar sem er á fljótlegan og skilvirkan máta.

EasyPark hefur þjónað bæði ökumönnum, fyrirtækjum, borgaryfirvöldum og rekstraraðilum bílastæða frá árinu 2001, en hægt er að nota þjónustu EasyPark í yfir 1.300 borgum í 18 löndum við alla umsýslu, skipulagningu og stjórnun bílastæða.

Með kaupum EasyPark á Leggja verður viðskiptavinum boðið upp á að nýta sömu þjónustu víðar sem auðveldar landsmönnum að leggja í útlöndum og sömuleiðis ferðamönnum að leggja hérlendis.

Ráðgjafar Já hf. í viðskiptunum voru Arctica Finance og Lex lögmannsstofa.