Fréttir

Síminn skilmálabreytir skuldabréfaflokki

20. apríl 2016

Í gær var haldinn fundur með eigendum skuldabréfsins Skipti 13 01 og í framhaldinu fundur með lánveitendum félagsins. Skuldabréfaeigendur samþykktu tillögu Símans um aukinn uppgreiðanleika flokksins ásamt því að þrengdir voru fjárhagslegir skilmálar og veðsetningarbanni bætt við flokkinn. Þá samþykktu lánveitendur breytingar á tryggingarbréfi þar sem skylda til reglulegrar uppfærslu var felld niður ásamt breytingu á veðskjölum, sem veitir félaginu möguleika á að breyta samsetningu lána í framtíðinni. 

Arctica Finance var ráðgjafi Símans í verkefninu.