Fréttir
Arctica Finance lýkur vel heppnuðu hlutafjárútboði PLAY
Arctica Finance hafði umsjón með lokuðu hlutafjárútboði Fly Play hf. (PLAY) sem fram fór fyrr í þessum mánuði.
Alls bárust bindandi áskriftir að 378.093.200 nýjum hlutum í félaginu á genginu 15,875 kr pr. hlut. Heildarsöluverð hins nýja hlutafjár er því kr. 6.002.229.552,- kr. Fyrir hækkunina var heildarfjöldi útgefinna hluta í félaginu 100.000.000 og er heildarfjöldi útgefinna hluta að aflokinni hækkuninni því 478.093.200.
PLAY stefnir á að skrá hlutabréf félagsins á Nasdaq First North Iceland og mun Arctica Finance verða umsjónaraðili skráningarinnar og útboðs sem til stendur að efna til samhliða skráningunni. Undirbúningur að skráningu félagsins er þegar hafinn.