Fréttir
Oculis tví-skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland
Í gær, þriðjudaginn 23. apríl 2024, voru hlutabréf augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis Holding AG skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
Arctica Finance hafði umsjón með skráningarferlinu og var ráðgjafi félagsins við 8 milljarða íslenskra króna (59 milljónir Bandaríkjadala) lokað hlutafjárútboð í aðdraganda skráningarinnar. Lögfræðilega ráðgjöf veittu lögmannsstofurnar BBA//Fjeldco, Cooley LLP og Vischer AG.

Oculis er nú annað félagið sem er tvískráð á Íslandi og í Bandaríkjunum en félagið hefur verið skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum frá því 3. mars 2023.
Arctica Finance óskar félaginu til hamingju með áfangann.