Fréttir

Opinn kynningarfundur í tengslum við hlutafjárútboð Fly Play hf.

21. júní 2021

Play býður til kynningarfundar í tengslum við útboðin á morgun, þriðjudaginn. 22. júní kl. 8:30.

Hlutafjárútboð PLAY

Hlutafjárútboð Fly Play hf. munu standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 24. júní nk. og ljúka kl. 16:00 föstudaginn 25. júní.

Play býður til kynningarfundar í tengslum við útboðin á morgun, þriðjudaginn. 22. júní kl. 8:30. Fundinum verður streymt á útboðsvef Arctica Finance. Hlekk á vefstreymið verður jafnframt að finna á vefsíðu Play og Arion banka.

Boðnir verða til sölu samtals 221.906.800 hlutir að nafnverði í formi nýrra hlutabréfa í Fly Play hf.

Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði, í sitthvoru útboðinu, með þátttöku í áskriftarleið A og áskriftarleið B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun.

Tekið verður við tilboðum á útboðstímabilinu í gegnum áskriftarvef Arctica Finance, www.arctica.is/play. Hlekkur á áskriftarvefinn verður jafnframt að finna á vefsíðu Play og Arion banka