Fréttir

INVIT kaupir Austurverk

31. október 2023

Nýverið gekk INVIT frá kaupum á 100% hlut í Austurverk sem var stofnað árið 2014 af feðgunum Stefáni Halldórssyni, Reyni Hrafni Stefánssyni og Steinþóri Guðna Stefánssyni. Félagið er staðsett á Egilsstöðum og sérhæfir sig í gatnagerð, lagnavinnu í jörðu, snjómokstri, yfirborðsfrágangi og annarri mannvirkjagerð.

INVIT er samstæða íslenskra innviðafyrirtækja, en félagið hefur það meginhlutverk að sameina reynd íslensk innviðafyrirtæki undir einni regnhlíf. Með þessu er stefnt að því að festa í sessi þá þekkingu sem skapast hefur í stórframkvæmdum hér á landi og jafnframt að gera innviðafjárfestingar á Íslandi að öryggari valkosti fyrir fjárfesta.

Dótturfélög INVIT eru nú Grafa og Grjót, Steingarður, Austurverk og Undirstaða, en auk þess voru tæki og starfsmenn keyptir frá Snóki verktökum. Alls starfa um 100 manns hjá samstæðunni, þá hefur flotinn stækkað verulega og telur nú um 100 tæki á borð við gröfur og flutningabíla. INVIT er í meirihluta eigu framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks.

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance var ráðgjafi INVIT við kaupin.