Fréttir

Breytingar hjá Markaðsviðskiptum Arctica Finance

27. janúar 2021

Jón Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Markaðsviðskipta Arctica Finance. Hann tekur við starfinu af Agnari Hanssyni sem hefur verið forstöðumaður deildarinnar frá stofnun hennar fyrir 10 árum. Agnar mun áfram sinna tilfallandi verkefnum í samvinnu við Arctica Finance og verða félaginu til ráðgjafar.

Jón Ingi hefur starfað sem miðlari í Markaðsviðskiptum Arctica Finance síðan í ársbyrjun 2020 og hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Áður en Jón Ingi hóf störf í Markaðsviðskiptum Arctica Finance starfaði hann m.a. í markaðsviðskiptum Landsbankans, Kviku og Straums.

Jón Ingi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið löggildingu í verðbréfamiðlun.

Þá hefur Jón Eggert Hallsson bæst í hóp starfsmanna Markaðsviðskipta. Jón Eggert hefur áralanga reynslu af störfum á fjármálamarkaði og var um tíma forstöðumaður eignastýringar Íslenskra verðbréfa, auk þess sem hann starfaði hjá Kviku banka, Straumi fjárfestingabanka, Expectus, J Bond Partners og Íslandsbanka.

Jón Eggert er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið löggildingu í verðbréfamiðlun.

Nýjar áherslur í Eignastýringu

Um nýliðin áramót hóf Valdimar Ármann störf innan Eignastýringar Arctica Finance. Valdimar starfaði áður innan Markaðsviðskipta. Hlutverk Valdimars innan Eignastýringar verður undirbúningur að markaðssetningu sérhæfðra sjóða til fagfjárfesta. 

Áður en Valdimar hóf störf hjá Markaðsviðskiptum Arctica Finance í ársbyrjun 2020 hafði hann unnið hjá GAMMA, fyrst sem framkvæmdastjóri sjóða og síðar sem framkvæmdastjóri. Áður en Valdimar hóf störf hjá GAMMA starfaði hann um 7 ára skeið í London og New York, fyrst hjá ABN AMRO og síðar hjá Royal Bank of Scotland.

Valdimar er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, með MSc gráðu í fjármálaverkfræði frá ICMA Centre, University of Reading í Bretlandi og löggildingu í verðbréfamiðlun.