Fréttir

Fredensborg ICE eignast 99,45% í Heimavöllum hf.

16. júní 2020

Þann 6. apríl 2020 gerði Fredensborg ICE ehf. hluthöfum í Heimavöllum hf. tilboð í hluti þeirra í félaginu. Gildistími yfirtökutilboðsins rann út þann 15. júní 2020. Alls tóku 242 hluthafar tilboðinu sem áttu sem nemur 24,32% hlutafjár í Heimavöllum.

Eignarhlutur Fredensborg ICE ehf. nam 73,93% fyrir tilboðið, en mun nema 98,25% af heildarhlutafé við uppgjör viðskipta, eða 99,45% þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum.

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance var umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu fyrir hönd Fredensborg ICE ehf.

Eftir uppgjör yfirtökutilboðsins hefur Fredensborg ICE ehf. eignast meira en 9/10 hlutafjár og atkvæðisréttar í Heimavöllum hf.

Fredensborg ICE ehf. og stjórn Heimavalla hf. hafa ákveðið að beita innlausnarrétti á grundvelli 110. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Innlausnarverðið verður það sama og í yfirtökutilboðinu eða ISK 1,5 fyrir hvern hlut í Heimavöllum hf., greitt með reiðufé. Hluthöfum Heimavalla, sem innlausnin tekur til, mun verða send tilkynning um innlausnina á næstu dögum.