Fréttir

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova Sól

26. febrúar 2020

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor hf. á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól hf. af dótturfélagi Arion Banka. Þá hefur Nordic Visitor hf. einnig lokið áreiðanleikakönnun á Terra Nova Sól hf. og eru því fyrirvarar kaupsamnings uppfylltir. 

Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance var ráðgjafi kaupanda og fyrirtækjaráðgjöf Arion Banka ráðgjafi seljanda.