Fréttir

Hagar hyggjast gefa út allt að 8 ma.kr. skuldabréf

1. júlí 2019

Hagar hf. hafa undanfarnar vikur unnið að endurfjármögnun samstæðunnar og hefur félagið þegar tryggt sér fjármögnun í formi lánalína, til að mæta skammtímasveiflum í rekstri. Samhliða hefur félagið hug á að gefa út og selja allt að 8 ma.kr. skuldabréf til að ljúka endurfjármögnun samstæðunnar. Skrifað hefur verið undir samning við Arctica Finance hf. um framkvæmd skuldabréfaútboðsins en sumarmánuðir munu fara í undirbúning og eru fjárfestakynningar áætlaðar um miðjan ágúst.