Fréttir

Arctica Finance lýkur vel heppnaðri hlutafjáraukningu fyrir Freyja Healthcare

4. júlí 2024

Freyja Healthcare hefur lokið USD 8 milljóna fjármögnun. Útboðinu var beint að takmörkuðum hópi innlendra fjárfesta og hátt hlutfall þeirra sem fengu kynningu fjárfestu í félaginu. 

Félagið var stofnað árið 2017 af Jóni Ívari Einarssyni, leiðandi sérfræðingi í kviðsjáraðgerðum kvenna í heiminum. Félagið hefur frá upphafi þróað lækningatæki sem hafa það að leiðarljósi að umbylta öryggi kvenna í skurðaðgerðum, auk þess að gera aðgerðirnar auðveldari og fljótlegri.

Fyrsta lækningatæki félagsins hefur nú þegar fengið FDA markaðsleyfi í Bandaríkjunum og stefnt er á að þrjú til viðbótar verði komin með markaðsleyfi 2027.

Arctica Finance var ráðgjafi Freyja Healthcare í hlutafjáraukningunni.