Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf

Arctica Finance veitir stórum sem smáum fyrirtækjum, samtökum og opinberum stofnunum margvíslega þjónustu, bæði hérlendis og erlendis.

Þjónusta fyrirtækjaráðgjafar felst einkum í því að veita aðstoð og ráðgjöf á eftirtöldum sviðum:

 • Fjárhagsleg endurskipulagning
 • Fjármögnun
 • Kaup, sala og samruni fyrirtækja
 • Verðmat á fyrirtækjum
 • Virðisrýrnunarpróf

Starfsmenn fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance hafa allir víðtæka og áralanga reynslu af ráðgjöf af því tagi er félagið býður upp á og hafa komið að mörgum af stærstum viðskiptum sem átt hafa sér stað á Íslandi síðustu ár.

Fjárhagsleg endurskipulagning

Með hliðsjón af þeim áföllum sem íslenskt efnahagslíf hefur lent í undanfarin misseri og í ljósi breyttra markaðsaðstæðna er ljóst að mörg fyrirtæki þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu.

Arctica Finance veitir fyrirtækjum hagnýta ráðgjöf um fjárhagslega endurskipulagningu. Starfsmenn Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance búa yfir umtalsverðri þekkingu og reynslu af því að veita fyrirtækjum ráðgjöf um fjárhagslega endurskipulagningu. Þjónusta Arctica Finance getur falist í:

 • Að veita ráðgjöf um fjárhagslega uppbyggingu.
 • Að koma með tillögur um hugsanlegar leiðir til endurfjármögnunar.
 • Að meta rekstraráætlanir ásamt því að meta áætlaða fjárfestingarþörf, með tilliti til möguleika á að greiða afborganir og vexti vaxtaberandi skulda, aðrar skuldbindingar og arð til hluthafa.
 • Að setja fram tillögur varðandi breytingar á fjármagnsskipan, t.d. varðandi breytta skilmála skulda, umbreytingu skulda í hlutafé eða útgáfu nýrra hluta. Markmið slíkra tillagna er jafnan að samræma endurgreiðsluferil lána væntu fjárstreymi frá rekstri. Að útbúa kynningargögn fyrir lánveitendur og/eða fjárfesta.
 • Að annast viðræður við kröfuhafa sem og mögulega nýja lánveitendur og/eða fjárfesta.
 • Að aðstoða við gerð tilboða, endanlegra samninga og annarra löggerninga.

Fjármögnun

Starfsmenn Arctica Finance hafa áralanga reynslu í að greina hvers konar fjármögnunarkostir henta viðskiptavinum best. Mikil verðmæti geta falist í því að fyrirtæki sé rétt fjármagnað, út frá áhættu, tímalengd og skilmálum fjármögnunarinnar. Þjónusta Arctica Finance í tengslum við fjármögnun felst m.a. í að meta hvaða fjármögnunarkostir eru í boði, samskiptum við lánastofnanir, ráðgjöf við hugsanlega hlutafjáraukningu og í tengslum við fjármögnun skuldsettrar yfirtöku.

Kaup, sala og samruni fyrirtækja

Þegar leitað er að fyrirtækjum til kaups, hvort heldur sem er innanlands eða utan, felst þjónusta Arctica Finance m.a. í að velja álitleg félög, kanna hvort viðkomandi félög séu til sölu og veita ráðgjöf við yfirtöku og fjármögnun kaupa.

Arctica Finance veitir margvíslega ráðgjöf er kemur að sölu á fyrirtækjum eða rekstrareiningum fyrirtækja. Starfað er í nánu samstarfi við seljanda við að þróa söluáætlun, finna rétta kaupandann og fá hagstæðasta verðið. Skilningur er á því að hver seljandi hefur sínar hugmyndir og markmið við sölu og er veitt aðstoð og ráðgjöf við að ná því markmiði.

Er kemur að samruna fyrirtækja veitir Arctica Finance aðstoð og ráðgjöf við mótun skýrrar samruna- og/eða yfirtökustefnu. Starfsmenn Arctica Finance hafa komið að kaupum, sölu og sameiningu fyrirtækja hérlendis og erlendis um árabil og hafa víðtæka reynslu á því sviði.

Útboð verðbréfa

Arctica Finance þjónustar fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir við að afla sér fjármagns með lokuðum skulda- og hlutabréfaútboðum. Þjónusta af þessu tagi felst meðal annars í:

 • Að greina stöðu útgefanda
 • Að veita ráðgjöf um fjármögnun
 • Að eiga samskipti við fjárfesta
 • Að annast gerð kynninga
 • Að gefa álit á útgefanda- og verðbréfalýsingum
 • Að hafa umsjón með skráningu verðbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands (rafræn útgáfa)
 • Að veita ráðgjöf um og hafa umsjón með lokaðri sölu/útboði verðbréfa

Verðmat á fyrirtækjum

Arctica Finance leggur áherslu á vönduð vinnubrögð og skilvirkni við gerð verðmats og hefur unnið að gerð slíkra verðmata fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við gerð verðmats er mikilvægt að taka til greina forsendur hvers fyrirtækis og hafa skilning á rekstri þess og rekstrarumhverfi.

Virðisrýrnunarpróf

Arctica Finance framkvæmir virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild fyrir fyrirtæki á grundvelli alþjóðlegs reikningsskilastaðals nr. 36 (IAS 36). Virðisrýrnunarpróf eru hluti af uppgjörsferli fyrirtækja sem innleiða alþjóðleg reikningsskil og er frábrugðið verðmati að því leyti að markmiðið er fremur að skoða hvort notkunarvirði eignarinnar í hendi eiganda nái ákveðnu lágmarki, frekar en að meta gangvirði eignarinnar á markaði. Fari notkunarvirðið niður fyrir bókfært virði, þá er rætt um að viðskiptavildin sé færð niður og er farið með slíka niðurfærslu í gegnum rekstrarreikning félaganna.