Fréttir

Arctica ráðgjafi við kaup á Heimavöllum

10. mars 2020

Fredensborg ICE ehf., hefur keypt 7.168.946.995 hluti í félaginu Heimavellir eða um 63,72%. Hlutirnir eru keyptir á genginu 1,5 og því nemur heildarmarkaðsvirði keyptra bréfa 10.753.420.493 krónum. Eftir kaupin fer Fredensborg ICE ehf. með samtals 73,94% hlutafjár í Heimavöllum. Í ljósi þess að Fredensborg ICE ehf. hefur eignast meira en 30% í Heimavöllum mun Fredensborg ICE ehf. gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Heimavalla í samræmi við X. kafla laga um verðbréfaviðskipti. Yfirtökutilboðið verður á sama verði og framangreind viðskipti og verður lagt fram innan fjögurra vikna frá dagsetningu þessarar tilkynningar. Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance hf. hefur verið ráðin sem umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu fyrir hönd Fredensborg ICE ehf. Í framhaldi af yfirtökutilboðinu hyggst tilboðsgjafi afskrá hlutabréf félagsins af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Fredensborg ICE ehf. er dótturfélag Fredensborg AS sem er skráð í Noregi, endanlegur eigandi Fredensborg AS er Ivar Erik Tollefsen. Fredensborg AS  á meirihluta í íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden sem á tugþúsundir leiguíbúðir á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu.