Fréttir

Íslenskir fjárfestar leggja Alvotech til um tvo milljarða

10. mars 2021

Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur lokið fjármögnun upp á samtals USD 35 milljónir, jafnvirði um ISK 4,5 milljarða, en í þeim hópi sem leggja félaginu nú til nýtt hlutafé eru íslenskir fjárfestar.

Samtals hefur Alvotech sótt sér um USD 100 milljónir í nýtt hlutafé á undanförnum fjórum mánuðum. Auk íslensku fjárfestanna, sem lögðu fyrirtækinu til um USD 15 milljónir, jafnvirði tæplega ISK 2 milljarða, komu inn nýir erlendir strategískir fjárfestar. Með fjármögnuninni er búið að tryggja rekstur fyrirtækisins fram að áformuðu hlutafjárútboði og skráningu á markað erlendis síðar á árinu.

Arctica Finance var ráðgjafi félagsins við hlutafjáraukninguna innanlands.