Upplýsingar

Aðgerðir gegn peningaþvætti

Sú lagaskylda hvílir á Arctica Finance að gera sitt ítrasta til að hindra að rekstur og starfsemi Arctica Finance verði notuð til að þvætta fjármuni eða til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi. Í þessu skyni hefur Arctica Finance sett sér stefnu og reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi, en í þeim leitast Arctica Finance við að uppfylla í hvívetna kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Hluti af skyldu Arctica Finance er þekkja deili á viðskiptavinum sínum og starfsemi þeirra og því ber félaginu að gera áreiðanleikakönnun á viðskiptavinum sínum, sem Arctica Finance uppfyllir m.a. með því að afla upplýsinga um viðskiptavini, bæði frá viðskiptavinum og úr gagnagrunnum.

Raunverulegir eigendur

Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er Arctica Finance skylt að afla upplýsinga um raunverulega eigendur viðskiptavinar. Raunverulegur eigandi telst vera Einstaklingur, einn eða fleiri, sem í raun á starfsemina eða stýrir viðskiptavini Arctica. Raunverulegur eigandi telst vera einstaklingur, einn eða fleiri, sem í raun eiga eða stjórna lögaðila í gegnum beina eða óbeina eignaraðild að meira en 25% hlut í lögaðila.

Ef ekki er mögulegt að finna raunverulegan eiganda, t.d. vegna dreifðs eignarhalds eða ef vafi leikur á um eignarhaldið, telst sá einstaklingur, einn eða fleiri, sem stjórnar starfsemi lögaðila vera raunverulegur eigandi.

Stjórnmálaleg tengsl (PEP)

Arctica Finance ber einnig að afla upplýsinga um hvort að viðskiptavinir eða raunverulegir eigendur þeirra falli undir áhættuhóp vegna stjórnmálalegra tengsla. Hið sama gildir um nána (*) fjölskyldumeðlimi  raunverulegra eigenda eða nána samstarfsmenn. Einstaklingar í áhættuhópi vegna stjórnamálalegra tengsla teljast til að mynda þeir sem gegna eða hafa gegnt háttsettu starfi í opinberri þjónustu sem fellur undir eftirfarandi:

  • Þjóðhöfðingi, ráðherra, staðgengill ráðherra eða aðstoðarráðherra
  • Þingmaður
  • Einstaklingur í stjórn stjórnmálaflokks
  • Hæstaréttardómari
  • Dómari við stjórnlagadómstól eða háttsettur dómari við dómstól hvers niðurstöðu er ekki hægt að áfrýja nema í undantekningartilvikum
  • Ríkisendurskoðandi og hæstráðandi í seðlabanka
  • Sendiherra eða staðgengill sendiherra
  • Háttsettur yfirmaður hers
  • Stjórnarmaður, framkvæmdastjóri eða eftirlitsstjórnarmaður í fyrirtæki í eigu ríkis
  • Framkvæmdastjóri, aðstoðarframkvæmdastjóri eða stjórnarmaður alþjóðasamtaka eða alþjóðastofnunar

Upplýsingabæklingur Samtaka fjármálafyrirtækja

(*) Náinn fjölskyldumeðlimur: Foreldri, maki (þ.m.t. sambúðarmaki í skráðri sambúð), börn (þ.m.t. stjúpbörn) og makar barna.