Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti

Arctica Finance annast miðlun verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, verðbréfasjóði og aðra fagfjárfesta. Áherslur markaðsviðskipta mótast af stöðu mála í efnahagsumhverfinu hverju sinni. Helstu viðfangsefnin eru fjármögnun tengd endurskipulagningu, miðlun verðbréfa og lokuð útboð verðbréfa.

Fjármögnun tengd endurskipulagningu

Rík áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu og þjónustu við endurskipulagningu og fjármögnun fyrirtækja með það fyrir augum að finna markaðstengdar lausnir og þannig auka vídd mögulegra úrlausna til hagsbóta fyrir bæði fjárfesta og fyrirtæki.

Miðlun verðbréfa

Arctica Finance veitir viðskiptavinum sínum alla nauðsynlega þjónustu við kaup og sölu verðbréfa.  Á það bæði við um hlutabréf og skuldabréf.

Markaðsviðskipti Arctica Finance búa að viðamiklu tengslaneti erlendra fjármálastofnana og fjárfesta. Sérstaklega hafa starfsmenn Arctica Finance sérhæft sig í erlendum skuldabréfaútgáfum íslenskra aðila, s.s. ríkis, Landsvirkjunar eða annarra félaga. Þá hafa markaðsviðskipti Arctica Finance umtalsverða reynslu af viðskiptum með kröfur á gömlu bankana auk annarra fyrirtækja sem gengið hafa í gegnum eða eru í endurskipulagningu.

Útboð verðbréfa

Starfsmenn Arctica Finance hafa áralanga reynslu af umsjón með hvers kyns útboðum skulda- og hlutabréfa. Arctica Finance þjónustar fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir við að afla sér fjármagns með lokuðum skulda- og hlutabréfaútboðum. Þjónusta af þessu tagi felst meðal annars í eftirfarandi atriðum:

  • Að greina stöðu útgefanda
  • Að veita ráðgjöf um form fjármögnunar
  • Að eiga samskipti við fjárfesta
  • Að annast gerð kynninga
  • Að gefa álit á útgefanda- og verðbréfalýsingum
  • Að hafa umsjón með skráningu verðbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands (rafræn útgáfa)
  • Að veita ráðgjöf um og hafa umsjón með lokaðri sölu/útboði verðbréfa