Arctica Finance hefur umsjón með 8 milljarða króna fjármögnun Oculis og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland
- Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt skráningarlýsingu Oculis, vegna fyrirhugaðrar skráningar hér á landi, en félagið hefur sótt um að hlutabréf þess verði tekin til viðskipta á aðallista Kauphallar Íslands. Félagið verður tvískráð en það hefur verið á Nasdaq-markaðnum í New York í rúmt ár.
- Oculis hefur í aðdraganda skráningarinnar sótt sér jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna (59 milljónir USD) frá íslenskum stofnanafjárfestum og núverandi hluthöfum. Veruleg umframeftirspurn var í úboðinu. Félagið er vel fjármagnað og með tryggðan rekstur vel inn á seinni helming ársins 2026.
- Oculis birti nýlega jákvæðar niðurstöður úr tveimur klínískum rannsóknum á OCS-01, augndropum sem byggja á Optirech® tækni félagins. OCS-01 augndroparnir bættu verulega sjón sjúklinga með sjónhimnubjúg í sykursýki, sem annars er meðhöndlað með sprautuástungu á auga. Að auki draga augndroparnir úr bólgu og sársauka eftir augasteinsaðgerðir, og dugir að gefa þá einu sinni á dag, meðan eldri lyf eru gefin 3-4 sinnum.
- Gert er ráð fyrir að síðar á þessu ári muni niðurstöður liggja fyrir úr nokkrum klínískum rannsóknum, m.a. fyrir lok annars ársfjórðungs á OCS-02 (TNF-hamlara) líftækni-augndropum Oculis við alvarlegum augnþurrki, sem og á notkun OCS-05 til meðhöndlunar á sjóntaugarbólgu á fjórða ársfjórðungi.
Líftæknifyrirtækið Oculis (Nasdaq: OCS) stefnir að skráningu félagsins í íslensku kauphöllina síðar í þessum mánuði. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur fyrir sitt leyti samþykkt skráningarlýsingu Oculis vegna skráningar á aðallista Kauphallar Íslands. Félagið verður í kjölfarið tvískráð hér á landi og á Nasdaq í New York. Bréf félagsins voru fyrst tekin til viðskipta á Nasdaq fyrir rúmu ári síðan en félagið var upphaflega stofnað á Íslandi og byggir lyfjaþróun sína á áralöngum rannsóknum íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Landspítala.
Í aðdraganda skráningarinnar sótti félagið sér jafnvirði um 8 milljarða íslenskra króna (59 milljónir USD) frá fagfjárfestum hér á landi og frá núverandi hluthöfum félagsins. Verðið í hlutafjárútboðinu var $11.75 á hvern hlut en tilkynnt verður með dagsfyrirvara áður en bréfin verða formlega tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands.
"Við erum stolt af því að verða skráð félag á aðallista Kauphallar Íslands og áframhaldandi ríkra tengsla félagsins við íslenskt nýsköpunarumhverfi. Ákvörðun um skráningu á meðal annars rætur að rekja til uppruna félagsins hér á landi, en “Optireach® tæknin sem félagið byggir á var fundin upp á Íslandi,” sagði Riad Sherif, forstjóri Oculis. “Við erum afar þakklát fyrir þá trú sem íslenskir fjárfestar hafa haft á félaginu og hyggjumst nýta okkur hana til áframhaldandi þróunarstarfs og til að koma nýjum og byltingakenndum lyfjameðferðum á markað svo bæta megi líf sjúklinga um allan heim.”
Íslenskir fagfjárfestar auk annarra fjárfesta lögðu félaginu til jafnvirði um 8,2 milljarða íslenskra króna (59 milljónir USD) í fjármögnunarlotu sem fram fór í aðdraganda tvískráningarinnar. Oculis hyggst nýta þetta fé til að efla og hraða klínískum prófunum félagsins og auka við rekstrarfé sitt sem nýtist í starfseminni. Stjórnendur Oculis gera ráð fyrir að þessi fjármögnun ásamt núverandi sjóðum félagsins, verðbréfum og skammtíma fjárfestingum muni duga til að fjármagna rekstur og fjárfestingarþörf félagsins inn á seinni helming ársins 2026.
Oculis birti nýlega jákvæðar niðurstöður úr tveimur klínískum rannsóknum á OCS-01, augndropum sem byggja á Optirech® tækni félagins. OCS-01 augndroparnir bættu verulega sjón sjúklinga með sjónhimnubjúg í sykursýki, sem annars er meðhöndlað með sprautuástungu á auga. Að auki draga augndroparnir úr bólgu og sársauka eftir augasteinsaðgerðir, og dugir að gefa þá einu sinni á dag, meðan eldri lyf eru gefin 3-4 sinnum.
Gert er ráð fyrir að síðar á þessu ári muni niðurstöður liggja fyrir úr nokkrum klínískum rannsóknum, m.a. fyrir lok annars ársfjórðungs á OCS-02 (TNF-hamlara) líftækni-augndropum Oculis við alvarlegum augnþurrki, sem og á notkun OCS-05 til meðhöndlunar á sjóntaugarbólgu á fjórða ársfjórðungi
Arctica Finance hf. hafði yfirumsjón með skráningarferlinu og var ráðgjafi við fjármögnunina. Lögfræðilega ráðgjöf veittu lögmannsstofurnar BBA//Fjeldco, Cooley LLP og Vischer AG.
Oculis samþykkti áskriftir þátttakenda í fjármögnunni miðað við að uppgjör og afhending hlutanna fari fram þann 22. apríl næstkomandi, að öllum hefðbundnum skilyrðum uppfylltum.
Um Oculis
Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki (Nasdaq: OCS) sem hefur það að markmiði að augndropa sem bæta sjón í algengum augnsjúkdómum. Í þróun hjá félaginu eru ný augnlyf sem geta haft byltingarkennd áhrif. Þar á meðal er OCS-01, augndropar byggðir á Optireach® tækni félagsins. Klínískar rannsóknir á OCS-01 hefa sýnt verulegan árangur í meðferð á sjónhimnubjúg í sykursýki og til meðhöndlunar á bólgu og verkjum eftir augnaðgerðir. Þá er félagið með OCS-02 í klíniskum prófunum en það eru augndropar sem innihalda TNF-hamlara líttæknilyf, sem verka gegn augnþurrki og bólgum í yfirborði augans. Loks má nefna OCS-05, sem bundnar eru vonir við að geti hjálpað til við meðhöndlun á hrörnun eða rýrnun taugavefs í auga sem tengist sjúkdómum svo sem sjóntaugarbólgu, gláku, hrörnun í augnbotnum, sjónhimnusjúkdómi í sykursýkis og hornhimnusjúkdómi vegna taugaskemmda. Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjum og á Íslandi. Oculis stefnir að því að koma lyfjum á markað sem geta gjörbreytt og auðveldað meðhöndlun algengra augnsjúkdóma um allan heim. Stjórnendur Oculis hafa mikla reynslu á sviði lyfjaiðnaðar og náð miklum árangri hver á sínu sviði. Þá standa leiðandi alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir á sviði heilbrigðisvísinda að baki félaginu.
Frekari upplýsingar má finna á www.oculis.com.