Fréttir

Fjármögnun lokið á flughóteli við Keflavíkurflugvöll

19. júlí 2018

Aðaltorg ehf. hefur lokið fjármögnun á 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhóteli en ráðgjafi Aðaltorgs við fjármögnunina var Arctica Finance. Fyrsta skóflustunga að hótelinu verður gerð í dag en stefnt er að opnun haustið 2019. Mikill vöxtur í tengiflugi í gegnum Keflavíkurflugvöll kallar á stórt flugvallarhótel undir alþjóðlegu vörumerki.

Marriott er stærsta hótelkeðja heims með yfir 6.500 hótel og 30 vörumerki í rekstri. Þar af eru rúmlega 1.100 Courtyard hótel og er þau meðal annars að finna við helstu flugvelli í Evrópu.