Fréttir

Mikill áhugi fjárfesta á útboði ÚR

1. september 2020

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hélt lokað útboð á víxlum í tveimur flokkum föstudaginn 28. ágúst sl. fyrir milligöngu Arctica Finance. Útboðið heppnaðist mjög vel og bárust tilboð að fjárhæð ISK 3.060 milljónum frá 15 aðilum. ÚR ákvað að taka tilboðum fyrir ISK 2.520 milljónum á 3,82% meðaltals vöxtum.

 

Aðstandendur útboðsins eru sérstaklega ánægðir með undirtektirnar í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir í alþjóðlegu efnahagslífi og þess að lítið sem ekkert hefur verið um útgáfu rekstrarfélaga á óveðtryggðum verðbréfum síðustu ár.

 

ÚR er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur áherslu á arðsemi og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Með stefnumótandi fjárfestingum í aflaheimildum og traustum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og Grænlandi hefur félagið byggt upp eignir að verðmæti um EUR 440 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er að jafnaði um 50%.

 

 

Runólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR: „Við hjá ÚR erum gríðarlega þakklátt fyrir þennan mikla áhuga sem fjárfestar sýna félaginu. Áhuginn var umfram vonir og sýnir það traust sem fjármálamarkaðurinn ber til félagsins. Á næstu misserum munum við vinna frekar með þessum aðilum og öðrum sem áhuga sýna og halda áfram þeirri vegferð sem hófst með þessu útboði.“