Fréttir

Alvotech gefur út breytanleg skuldabréf fyrir USD 300 milljónir

25. janúar 2019

Líftæknifyrirtækið Alvotech gaf nýverið út skuldabréf fyrir USD 300m eða jafnvirði ríflega 36 milljarða króna. Eigendur skuldabréfanna munu jafnframt geta breytt bréfunum í hlutabréf samhliða skráningu Alvotech á hlutabréfamarkað. CSLA sá um útgáfu bréfsins og alþjóðlegi fjárfestingarbankinn Morgan Stanley var lykilfjárfestir. Arctica Finance var ráðgjafi Alvotech.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alvotech: http://www.alvotech.com/newsroom/read/alvotech-completes-us-300m-financing-deal