Fréttir

Hagar selja óverðtryggð skuldabréf til endurfjármögnunar á skuldabréfaflokki HAGA181021

9. september 2021

Hagar hf. hafa tekið tilboði fjárfesta í skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki, HAGA181024. Skuldabréfaflokkurinn er óverðtryggður til 3 ára, með gjalddaga 18.10.2024 og er tryggður með þremur lykil fasteignum Haga. Flokkurinn er vaxtagreiðslubréf, sem ber 3,72% fasta ársvexti með gjalddaga tvisvar á ári og endurgreiðsla höfuðstóls er á lokagjalddaga. Að öðru leyti eru skilmálar flokksins sambærilegir skilmálum HAGA181021. Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.500.000.000 króna á pari.
 
Arctica Finance hafði umsjón með viðskiptunum fyrir hönd Haga.