Fréttir

Sala á víkjandi skuldabréfum VÍS

9. mars 2016

Arctica Finance hefur undanfarið unnið að sölu skuldabréfaflokksins VIS 16 1 fyrir Vátryggingafélag Íslands hf. Arctica Finance hafði áður skuldbundið sig fyrir hönd viðskiptavina að kaupa heildarvirði skuldabréfaútgáfunnar að andvirði alls ISK 2.500 m. Engu að síður hélt félagið í samvinnu við Arctica Finance lokað skuldabréfaútboð í febrúar í þeim tilgangi að bjóða lífeyrissjóðum, verðbréfasjóðum og öðrum fagfjárfestum að fjárfesta í skuldabréfunum. Í boði voru ISK 2.500 m, en til viðbótar við framangreint tilboð í heildarvirði útgáfunnar bárust tilboð fyrir ISK 2.060 m. Í heildina bárust því tilboð fyrir ISK 4.560 m sem er 82% umframeftirspurn. Bindandi kauptilboðið í heildarvirði útgáfunnar var því skorin niður um 68%. Skerðing annarra fjárfesta var töluvert minni.

Skuldabréfin bera 5,25% fasta verðtryggða vexti og eru til 30 ára með uppgreiðsluheimild og þrepahækkun í vöxtum upp í 6,25% eftir 10 ár. Útgáfudagur var 29. febrúar 2016 og er stefnt að því að skrá skuldabréfin í Kauphöll á árinu 2016.