Upplýsingar

MiFID

Með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive eða svokölluð MiFID-tilskipun) og tilskipun um samræmingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað (e. Transparency Directive eða gagnsæistilskipunin).

MiFID-tilskipunin nær til allra ríkja á EES svæðinu, þ. á m. Íslands. Með lögunum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lúta að því hvernig staðið skal að verðbréfaviðskiptum. Markmið laganna er að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá er löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf. Til þess að svo megi verða eru lagðar auknar skyldur á viðskiptavini um upplýsingagjöf til fjármálafyrirtækja.

Upplýsingabæklingur FME um MiFID