Hlutafjárútboð á nýjum hlutum í Reitum fasteignafélagi hf.

Útboðið mun standa yfir frá kl. 10:00, þriðjudaginn 20. október nk., til kl. 16:00 miðvikudaginn 21. október

Reitir

Áskriftarvefur

Fara á áskriftarvef

Um útboðið

Hlutafjárhækkunin mun fara fram á grundvelli almenns hlutafjárútboðs til að safna áskriftum að hinum nýju hlutum þar sem hluthafar Reita njóta forgangs að hinum nýju hlutum, en að forgangsrétti frágengnum verða hinir nýju hlutir boðnir almennum fjárfestum í almennu útboði sem fram fer samhliða forgangsréttarútboðinu.

 

  • Boðnir verða til sölu kr. 120.000.000 hlutir að nafnverði.
  • Áskriftir skulu skráðar rafrænt á sérstöku formi á áskriftavef útboðs.
  • Útboðsgengi hinna nýju hluta er 43 kr. á hlut.
  • Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu.
  • Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.
  • Forgangsréttarhafar að hinum nýju hlutum Reita eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar Reita í hlutaskrá félagsins í lok dags 19. október 2020 og þeir aðilar sem fengið hafa forgangsrétt framseldan til sín samkvæmt reglum útboðsins.
  • Tekið verður við áskriftum frá kl. 10:00 (GMT), þann 20. október 2020 til kl 16:00 (GMT) þann 21. október 2020.
  • Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 21. október 2020.
  • Áætlaður eindagi kaupverðs í útboðinu er 28. október 2020.
  • Stefnt er að afhendingu og töku nýrra hluta til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq eins fljótt og auðið er eftir hækkun hlutafjár og útgáfu hlutabréfa hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð. Er áætluð dagsetning afhendingar eigi síðar en 16. nóvember 2020.

Útboðsgögn

Nánari upplýsingar:

Arctica Finance er umsjónaraðili útboðsins. Nánari upplýsingar í síma 513-3300 og á tölvupóstfanginu reitir@arctica.is.


Fyrirvari

REITIR FASTEIGNAFÉLAG HF. („REITIR“) OG ARCTICA FINANCE HF. („ARCTICA“) BIRTA UMBEÐIÐ EFNI OG UPPLÝSINGAR (SAMEIGINLEGA „EFNI/Г) RAFRÆNT Á ÞESSU VEFSVÆÐI Í GÓÐRI TRÚ OG EINUNGIS Í UPPLÝSINGASKYNI.

ÞESSU EFNI ER HVORKI BEINT TIL NÉ ER ÞVÍ ÆTLAÐ AÐ VERA AÐGENGILEGT AÐILUM UTAN ÍSLANDS EÐA Í LÖGSAGNARUMDÆMUM ÞAR SEM AÐGENGI AÐ UMBEÐNU EFNI BRÝTUR Í BÁGA VIÐ ÞAR AÐ LÚTANDI LÖG EÐA REGLUR.

VINSAMLEGA LESIÐ FYRIRVARANN VEL - hann á við um alla sem skoða þetta vefsvæði eða vefsvæði sem þetta vefsvæði vísar til. Athugið að breytingar og uppfærslur kunna að vera gerðar á neðangreindum fyrirvara. Þú þarft því að lesa allan fyrirvarann í hvert skipti sem þú ferð inn á þetta vefsvæði.

Erlendir aðilar

Í ákveðnum lögsagnarumdæmum kann að vera ólöglegt að veita aðgang að efninu á vefsvæði þessu. Í öðrum lögsagnarumdæmum eru ákveðnar takmarkanir fyrir því hverjir hafa heimild til að skoða efnið. Aðilar búsettir utan Íslands skulu fullvissa sig um að um þá gildi ekki nein landslög eða reglur sem banna eða takmarka slíkt. Óheimilt er að áframsenda, endurbirta, dreifa, birta eða veita aðgang að efni þessu, að hluta eða í heild, á nokkurn hátt til annars aðila. Brot gegn ofangreindu getur varðað við lög í ákveðnum lögsagnarumdæmum. Reitir og Arctica fría sig allri ábyrgð á brotum gegn viðeigandi lögum eða reglum af hendi hvaða aðila sem er. Efni þetta jafngildir hvorki né er hluti af nokkurs konar tilboði eða beiðni um að kaupa eða gerast áskrifandi að verðbréfum í nokkurri þeirri lögsögu þar sem slíkt tilboð eða sala er ólögleg skv. þar gildum lögum. Íslandsbanki hf., sem ritandi lýsingar fyrir Reiti fríar sig jafnframt frá allri ábyrgð í tengslum við birtingu á efninu.

Sé aðilum óheimilt að skoða efnið á þessu vefsvæði eða séu þeir í vafa um hvort að þeim sé það heimilt, skulu þeir yfirgefa vefsvæðið.

Verðbréfin sem efnið lýtur að verða ekki skráð eða seld samkvæmt viðeigandi lögum um verðbréf í neinu ríki, fylki, yfirráðasvæði, sýslu eða lögsagnarumdæmi öðru en Íslandi og óheimilt er að bjóða, selja, endurselja eða afhenda þau, beint eða óbeint, í neinu lögsagnarumdæmi öðru en þar sem slíkt væri í samræmi við viðeigandi lög og reglur.

Grundvöllur fyrir aðgangi

Reitir og Arctica veita aðgang að rafrænum útgáfum af umbeðnu efni á þessu vefsvæði, eða vefsvæðum sem vísað er á, í góðri trú og einungis í upplýsingaskyni. Aðilar sem óska aðgangs að efninu ábyrgjast og staðfesta við Reiti og Arctica að þeir geri slíkt einungis til að afla sér upplýsinga. Efnið á vefsvæðinu, eða vefsvæðum sem vísað er á, fela ekki í sér sölutilboð eða kaupbeiðni á verðbréfum útgefnum af Reitum. Slíkt efni telst heldur ekki ráðlegging frá Reitum, Íslandsbanka hf., Arctica eða neinum öðrum aðila um að kaupa eða selja verðbréf útgefin af Reitum.

Arctica kemur eingöngu fram fyrir hönd Reita og einskis annars aðila í sambandi við efnið og einungis Reitir hefur stöðu viðskiptavinar gagnvart Arctica í tengslum við efnið. Arctica ábyrgist einvörðungu ráðgjöf og vernd til handa Reita í tengslum við efnið eða hvers konar viðskipti eða fyrirkomulag sem vísað er til í efninu.

Staðfesting á skilningi og samþykki fyrirvara

Ég hef lesið og skil ofangreindan fyrirvara. Ég skil að hann kann að hafa áhrif á réttindi mín og ég samþykki að gangast undir skilmála fyrirvarans. Með því að smella á „Ég samþykki“, staðfesti ég að ég hef heimild til að nálgast rafrænar útgáfur af efninu í samræmi við ofangreint.