ORF Líftækni hefur lokið 5 milljón evra hlutafjáraukningu þar sem nýir og núverandi hluthafar tóku þátt. Félagið framleiðir sérhæfð prótein í byggplöntu sem eru lykilþáttur í framleiðslu vistkjöts. Framleiðsla á vistkjöti hefur verið í örri þróun síðasta áratuginn og hefur ORF þróað vörulínuna MESOKINE, vaxtarþættir sem eru sérstaklega hannaðir fyrir vistkjötsframleiðendur. Vaxtarþættir ORF njóta trausts lykilaðila á vistkjötsmarkaðnum.
Fjármögnunin gerir félaginu kleift að styðja við uppskölun á framleiðslu vaxtarþátta fyrir vistkjötsframleiðendur. Félagið stefnir að því að stækka fjármögnunina upp í allt að 7 milljónir evra og er áætlað að loka þeim fasa um miðjan október n.k.
Arctica Finance er ráðgjafi ORF Líftækni í fjármögnunarferlinu.