30.10.2025

Oculis lýkur USD 110 milljóna hlutafjárútboði

Í dag, fimmtudaginn 30. október 2025 tilkynnti Oculis Holding AG („Oculis“ eða „félagið“), að félagið hefði lokið hlutafjárútboði að andvirði um 13,6 milljarða íslenskra króna (110 milljónir Bandaríkjadala).

Oculis hyggst nota nettó afrakstur útboðsins til að þróa og hraða klínískri þróunarvinnu á taugaverndandi lyfinu Privosegtor við bráðri sjóntaugabólgu (e. acute optic neuritis, AON) og blóðþurrð í sjóntaug án slagæðabólgu (non-arteritic anterior ischemic optic neuropathy, NAION), en einnig sem veltufé og í almennum rekstrarlegum tilgangi.

J.P. Morgan, Leerink Partners og Pareto Securities eru sameiginlegir söluráðgjafar (e. joint bookrunning managers) útboðsins. Van Lanschot Kempen er ráðgjafi í útboðinu og Arctica Finance veitir fjármálaráðgjöf við útboðið.

Um Oculis

Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) með áherslu á nýsköpun við meðferð á augntaugasjúkdómum í því skyni að mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum. Í klínískri þróun hjá Oculis eru þrjú lykilþróunarlyf: Privosegtor, taugaverndandi þróunarlyf í PIONEER-áætluninni sem samanstendur af rannsóknum sem er ætlað að styðja við skráningaráætlanir meðferðar við sjóntaugarkvillum á borð við bráða sjóntaugabólgu og NAION, en lyfið kann einnig að hafa víðtæka notkunarmöguleika við ýmsum öðrum augntauga- og taugasjúkdómum; OCS-01, augndropar í skráningarrannsóknum sem ætlunin er að verði fyrsta augndropameðferðin við sjónhimnubjúg af völdum sykursýki; og licaminlimab, augndropar í fasa 2 rannsóknum sem inniheldur TNF-hamlara og byggist á notkun erfðamerkis til að þróa einstaklingsmiðaða lyfjameðferð við augnþurrki (DED). Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Stjórnendur Oculis hafa mikla reynslu á sviði lyfjaiðnaðar og hafa náð miklum árangri hver á sínu sviði. Þá standa leiðandi alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir á sviði heilbrigðisvísinda að baki félaginu.

❮ til baka