13.10.2025

Arctica Finance umsjónaraðili skuldabréfaútgáfu Styrkáss hf.

Arctica Finance hafði umsjón með sölu á nýjum skuldabréfaflokki útgefnum af Styrkás hf; STYRK 271015. Um að ræða fyrstu skuldabréfaútgáfu félagsins.

Styrkás hf. seldi 2.200 milljónir króna að nafnverði en bréfið er á fljótandi vöxtum, 1M REIBOR auk 1,50% vaxtaálags. Flokkurinn er til tveggja ára og greiðist með einni afborgun á lokagjalddaga sem er 15. október 2027. Heimilt er að stækka útgáfuna í allt að 5 milljarða króna. Skuldabréfin eru rafrænt útgefin og félagið mun í kjölfar útgáfunnar sækja um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Hér má nálgast tilkynningu félagsins.

Nánari upplýsingar veita:

Sverrir Bergsteinsson, sverrirb@arctica.is

Magnús Símonarson, magnuss@arctica.is

Um Styrkás:

Styrkás hf. er rekstrarfélag sem var stofnað árið 2022. Skeljungur ehf., Klettur - sala og þjónusta ehf. og Stólpi ehf. eru dótturfélög Styrkás og saman mynda þessi félög samstæðu Styrkás. Það er stefna félagsins að verða leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með styrk til að þjónusta innviða- og atvinnuvegafjárfestingu á Íslandi. Markmið félagsins er að byggja ofan á sterkar stoðir með innri og ytri vexti á fimm kjarnasviðum; orku og efnavöru, tækjum og búnaði, eignaumsýslu og leigustarfsemi, umhverfisþjónustu og iðnaði. Stefnt er að skráningu félagsins í kauphöll Íslands fyrir árslok 2027.

❮ til baka