Reglur og stefnur

Arctica Finance leggur ríka áherslu á að allt starfsfólk á vegum félagsins búi yfir fullnægjandi færni, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að inna af hendi þau verkefni sem þeim eru falin.

Gagnlegt er fyrir viðskiptavini Arctica Finance að kynna sér upplýsingar um MiFID, FATCA, flokkun viðskiptavina, aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl.

Hér er einnig að finna kröfur þær sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja áður en viðskipti hefjast gagnvart væntum viðskiptavini. Lögum samkvæmt þarf að afla ýmissa upplýsinga frá viðskiptavinum.

Til að stofna til viðskipta við Arctica Finance er einfaldast að senda tölvupóst á starfsmenn Arctica Finance eða á regluvarsla hjá arctica.is og þá munu öll nauðsynleg gögn verða send um hæl.

Upplýsingar

Sú lagaskylda hvílir á Arctica Finance að gera sitt ítrasta til að hindra að rekstur og starfsemi Arctica Finance verði notuð til að þvætta fjármuni eða til að fjármagna hryðjuverkastarfsemi.
Lögum samkvæmt ber fjármálafyrirtækjum að flokka viðskiptavini eftir reynslu þeirra og þekkingu. Um er að ræða þrjá meginflokka fjárfesta; almenna fjárfesta, fagfjárfesta og viðurkennda gagnaðila.
Fjármálagerningar fela í sér mismunandi áhættu og áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu er mikilvægt að kynna sér eðli viðkomandi fjármálagernings og áhættur tengdar honum.
Arctica Finance er skylt á grundvelli tekjuskattslaga að veita ríkisskattstjóra margvíslegar upplýsingar, þ.m.t. að standa árlega skil á upplýsingum um tekjur og eignir bandarískra skattaðila með vísan til bandarískra skattalaga, sem og að veita upplýsingar um aðra erlenda skattaðila á grundvelli CRS staðals um upplýsingaskipti á fjárhagsupplýsingum.
Arctica Finance leggur metnað í að veita viðskiptavinum sem bestu þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta. Hluti af þeirri þjónustu er að veita upplýsingar um það hvert viðskiptavinir eigi að snúa sér ef þeir telja sig hafa ástæðu til að kvarta yfir þjónustu félagsins.
Lagalegur fyrirvari um vefsvæði Arctica Finance, tölvupósta, efni á samfélagsmiðlum og vegna hljóðritana símtala og vistun gagna.

Reglur

Arctica Finance hefur sett sér reglur um framkvæmd viðskiptafyrirmæla. Reglunum er ætlað að styðja við að Arctica Finance leiti allra leiða til að ná bestu mögulegu niðurstöðu fyrir viðskiptavini sína við framkvæmd viðskiptafyrirmæla þeirra og tilgreina þá viðskiptastaði (markaði) sem Arctica Finance framkvæmir viðskiptafyrirmæli viðskiptavina sinna á.
Að forðast hagsmunaárekstra er liður í að veita bestu mögulegu þjónustu. Í framkvæmd er það einkum gert með því að skilja að starfsmenn sem vinna störf sem kunna að stangast á innan Arctica Finance.
Arctica Finance hefur sett reglur á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki og leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins, þar sem er skilgreint hverjir teljast til lykilstarfsmanna og hvaða kröfur Arctica Finance gerir til hæfis lykilstarfsmanna, en eðli máls samkvæmt eru gerðar strangari kröfur til þeirra en annarra starfsmanna.
Arctica Finance hefur í samræmi við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki sett sér reglur um meðferð upplýsinga um viðskiptavini. Í þeim reglum er tiltekið hvernig staðið skuli að miðlun upplýsinga til innra eftirlits, eftirlitsstjórnvalda og lögreglu og hvernig eftirliti með framkvæmd reglnanna er háttað.
Arctica Finance hefur í samræmi við ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og laga um verðbréfaviðskipti, með vísan til reglugerðar um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja, sett sér reglur um verðbréfaviðskipti starfsmanna.

Stefnur

Arctica Finance hefur sett sér persónuverndarstefnu í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018.
Arctica Finance hefur samþykkt stefnu um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð með vísan til laga um fjármálafyrirtæki, laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Gjaldskrá

Hér má finna gjaldskrá Arctica Finance

Kostnaðarhandbók

Arctica Finance ber samkvæmt lögum að „hafa tiltækt samandregið yfirlit með upplýsingum um allan kostnað og gjöld“. Í þessu skyni gerir Arctica Finance m.a. hér aðgengilega kostnaðarhandbók svo viðskiptavinir geti áttað sig á heildarkostnaði og áhrifum á arðsemi fjárfestingar við kaup á hlutabréfum, skuldabréfum, í sérhæfðum sjóðum og fyrir eignastýringarþjónustu. Til einföldunar er ekki reiknað með neinni ávöxtun á fjárfestingartímanum í dæmunum.

Kostnaðarhandbók