21.10.2025

Arctica Finance umsjónaraðili skuldabréfaútgáfu Eikar hf.

Arctica Finance hafði umsjón með sölu á skuldabréfum útgefnum af Eik hf. Um var að ræða stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 150536.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 4,12%. Heildarstærð flokksins verður því í kjölfar stækkunarinnar 8.500 milljónir króna en hámarksstærð flokksins er 10.000 milljónir króna.

Bréfið er verðtryggt jafngreiðslubréf sem ber 3,8% nafnvexti og eru greiðslur tvisvar á ári. Lokagjalddagi bréfsins er 15. maí 2036.

Hér má nálgast kauphallartilkynningu félagsins.

Nánari upplýsingar veita:

Sverrir Bergsteinsson, sverrirb@arctica.is

Magnús Símonarson, magnuss@arctica.is

Um Eik:

Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002 sem sérhæft fyrirtæki í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Frá stofnun hefur félagið vaxið með áherslu á fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarinnar.

❮ til baka