2.12.2025

Freyja Healthcare lýkur USD 6 milljóna fjármögnun

Freyja Healthcare, bandarískt heilbrigðistæknifyrirtæki, hefur lokið USD 6 milljóna fjármögnun. Fjármögnunin mun styðja við markmið félagsins um að koma sínu fyrsta lækningatæki á markað, sem þegar hefur hlotið FDA markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að sala hefjist á næsta ári. Freyja Healthcare er einnig komin langt með þrjú önnur lækningatæki í þróun.

Félagið var stofnað árið 2017 af Jóni Ívari Einarssyni, leiðandi sérfræðingi í kviðsjáraðgerðum kvenna í heiminum. Félagið hefur frá upphafi þróað lækningatæki sem hafa það að leiðarljósi að umbylta öryggi kvenna í skurðaðgerðum, auk þess að gera aðgerðirnar auðveldari og fljótlegri.

Arctica Finance var ráðgjafi Freyja Healthcare í hlutafjáraukningunni í ár ásamt því að hafa verið ráðgjafi félagsins í USD 8 milljóna hlutafjáraukningu árið 2024.

❮ til baka