Fréttir
Arctica Finance ráðgjafi Eyris Invest í tengslum við samruna JBT og Marel
Í dag, föstudaginn 20. desember, var tilkynnt um að yfir 90% hluthafa Marel hf. hafa samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) til hluthafa Marels fyrir lok tilboðsfrests. Með þessu eru því öll skilyrði tilboðsins uppfyllt. Liggur því fyrir að samruni þessara tveggja öflugu félaga muni ná fram að ganga.
Upphaf þessara viðskipta má rekja til þess að Eyrir Invest hf., stærsti hluthafi Marel með um 25% eignarhlut, leitaði til forsvarsmanna JBT seint á árinu 2023 með það fyrir augum að kanna áhuga þeirra á að eignast kjölfestueignarhlut í Marel. Var þar lagður grunnur að þeim viðskiptum sem nú er að ljúka með yfirgnæfandi samþykki hluthafa Marel.
Arctica Finance er ráðgjafi Eyris Invest í viðskiptunum.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla