No items found.
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

News

14.2.2025

Arctica Finance ráðgjafi Oculis í USD 100 milljóna hlutafjárútboði

Í dag, föstudaginn 14. febrúar 2025 tilkynnti Oculis Holding AG („félagið“ eða „Oculis“) að félagið hefði lokið hlutafjárútboði að andvirði um 14,1 milljarða íslenskra króna (100 milljónir Bandaríkjadala). Umframeftirspurn var í útboðinu, bæði frá erlendum og íslenskum fjárfestum.

22.1.2025

Arctica Finance ráðgjafi við hlutafjáraukningu Arctic Therapeutics

Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics (ATx) hefur tryggt sér A-fjármögnun (e. Series A) að virði 26,5 milljóna evra, sem samsvarar tæplega fjórum milljörðum íslenskra króna.

20.12.2024

Arctica Finance ráðgjafi Eyris Invest í tengslum við samruna JBT og Marel

Í dag, föstudaginn 20. desember, var tilkynnt um að yfir 90% hluthafa Marel hf. hafa samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) til hluthafa Marels fyrir lok tilboðsfrests. Með þessu eru því öll skilyrði tilboðsins uppfyllt. Liggur því fyrri að samruni þessara tveggja öflugu félaga muni ná fram að ganga.

4.7.2024

Arctica Finance lýkur vel heppnaðri hlutafjáraukningu fyrir Freyja Healthcare

Freyja Healthcare hefur lokið USD 8 milljóna fjármögnun. Útboðinu var beint að takmörkuðum hópi innlendra fjárfesta og hátt hlutfall þeirra sem fengu kynningu fjárfestu í félaginu.

24.4.2024

Oculis tví-skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Í gær, þriðjudaginn 23. apríl 2024, voru hlutabréf augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis Holding AG skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Arctica Finance hafði umsjón með skráningarferlinu og var ráðgjafi félagsins við 8 milljarða íslenskra króna (59 milljónir Bandaríkjadala) lokað hlutafjárútboð í aðdraganda skráningarinnar. Lögfræðilega ráðgjöf veittu lögmannsstofurnar BBA//Fjeldco, Cooley LLP og Vischer AG.

11.4.2024

Arctica Finance hefur umsjón með 8 milljarða króna fjármögnun Oculis og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Oculis hefur í aðdraganda skráningarinnar sótt sér jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna (59 milljónir USD) frá íslenskum stofnanafjárfestum og núverandi hluthöfum. Veruleg umframeftirspurn var í úboðinu. Félagið er vel fjármagnað og með tryggðan rekstur vel inn á seinni helming ársins 2026.

11.4.2024

Hlutafjárútboði PLAY lýkur í dag kl. 16:00

Almennt hlutafjárútboð Fly Play hf. lýkur í dag fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 16.00.

9.4.2024

Hlutafjárútboð PLAY hafið

Almennt hlutafjárútboð Fly Play hf. hófst kl. 10.00, þriðjudaginn 9. apríl 2024 og því lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 16.00.

8.3.2024

Arctica Finance ráðgjafi Fredensborg við sölu á Heimstaden á Íslandi

Sjóður að fullu í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur gengið frá kaupum á Heimstaden á Íslandi sem er með um 1.600 íbúðir í langtímaleigu hér á landi. Seljandinn er norska fjárfestingafélagið Fredensborg AS sem er móðurfélag Heimstaden Bostad AB, sem er eitt stærsta íbúðafélag Evrópu.

1.3.2024

PLAY hefur safnað áskriftarloforðum að andvirði 4 milljarða króna

Fly Play hf. („PLAY“ eða „félagið“) hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði 1.400 milljónir króna til viðbótar við áskriftir að upphæð 2.600 milljónir króna sem áður var tilkynnt um.

25.1.2024

Tixly lýkur fjármögnun

Framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks, hefur komist að samkomulagi um fjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtækinu Tixly. Um er að ræða íslenskt félag sem sérhæfir sig í miðasölulausnum fyrir viðburðarhaldara á borð við menningar- og viðburðarhús.

16.11.2023

Alfa Framtak fjárfestir í hótelum

Alfa Framtak hefur samið um kaup á 100% hlut í Hótel Umi á Suðurlandi, en endanleg viðskipti eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fjárfestingin er gerð í gegnum sjóðinn Umbreytingu II slhf. og eignarhaldsfélagið AU 23 ehf. Alfa Framtak hefur nýlega einnig keypt 100% hlut í Hótel Höfn og 50% hlut í Hótel Hamri.

31.10.2023

INVIT kaupir Austurverk

Nýverið gekk INVIT frá kaupum á 100% hlut í Austurverk sem var stofnað árið 2014 af feðgunum Stefáni Halldórssyni, Reyni Hrafni Stefánssyni og Steinþóri Guðna Stefánssyni. Félagið er staðsett á Egilsstöðum og sérhæfir sig í gatnagerð, lagnavinnu í jörðu, snjómokstri, yfirborðsfrágangi og annarri mannvirkjagerð.

21.9.2023

IS Haf fjárfestingar fjárfestir í uppbyggingu á 20.000 tonna laxeldi í Þorlákshöfn

IS Haf fjárfestingar hafa undirritað samning um fjárfestingu í Thor Landeldi ehf., en félagið áformar uppbyggingu á 20.000 tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Um er að ræða þátttöku sjóðsins í hlutafjáraukningu, sem færir sjóðum 53% hlut í félaginu. Auk IS Hafs fjárfestinga munu norsku fjárfestarnir Frank Yri aðstoðarframkvæmdastjóri Seaborn og Alex Vassbotten, sem m.a. er stjórnarformaður Seaborn, fjárfesta í félaginu en Seaborn er norskt sölufyrirtæki á laxi.

14.9.2023

IS Haf fjárfestir í KAPP

Undirritað hefur verið samkomulag um kaup IS HAF fjárfestingar slhf. á 40% hlut í íslenska tæknifyrirtækinu KAPP. Til viðbótar ætlar sjóðurinn að leggja félaginu til aukið hlutafé til frekari vaxtar.

21.6.2023

Carbon Recycling International lýkur 30 milljón dollara fjármögnun

Carbon Recycling International (CRI) hefur nú lokið 30 milljón bandaríkjadala fjárfestingarlotu, en áform um hana voru tilkynnt á aðalfundi félagsins á síðasta ári. Equinor Ventures leiðir hóp nýrra fjárfesta sem bætast nú í hlutahafahóp CRI en aðrir nýir fjárfestar eru Gildi lífeyrissjóður, Sjóvá og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja.

24.3.2023

Oculis fagnar tímamótum

Þann 3. mars síðastliðinn var augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis skráð í bandarísku kauphöllina Nasdaq undir auðkenninu OCS, en félagið safnaði samhliða um 15 milljörðum króna af nýju hlutafé. Í vikunni fagnaði félagið svo skráningunni með því að hringja bjöllunni á Nasdaq í New York við hátíðlega athöfn.

9.3.2023

Arctica Finance leitar að verkefnisstjóra og sérfræðingi í Fyrirtækjaráðgjöf

Arctica Finance leitar annars vegar að verkefnisstjóra í Fyrirtækjaráðgjöf og hinsvegar að sérfræðingi í Fyrirtækjaráðgjöf.

3.11.2022

Kynnisferðir festa kaup á Actice ehf.

Undirritað hefur verið samkomulag um kaup Kynnisferða á ferðaþjónustufyrirtækinu Actice ehf. sem starfar undir vörumerkinu Activity Iceland. Unnið er að tilkynningu til Samkeppniseftirlitsins og stendur áreiðanleikakönnun yfir.

2.11.2022

Eyrir Invest hf. styrkir stöðu sína með samningi við JNE Partners og The Baupost Group

Eyrir Invest og fjárfestingarsjóðirnir JNE Partners LLP og The Baupost Group hafa undirritað samkomulag um að sjóðirnir leggi Eyri til 175 milljóna evra lán til fjögurra ára. Með samkomulaginu öðlast sjóðirnir rétt til að eignast hluti í Marel frá Eyri í lok lánstímans.

17.10.2022

Oculis tryggir sér um 80 milljónir bandaríkjadala í lokuðu hlutafjárútboði

Augnlyfjaþróunarfélagið Oculis, sem vinnur að þróun nýrra lyfja til meðhöndlunar á alvarlegum augnsjúkdómum, hefur tilkynnt um PIPE fjármögnun upp á um 80 milljónir bandaríkjadala samhliða fyrirhugaðri skráningu félagsins í Bandarísku kauphöllina NASDAQ.

21.7.2022

Kerecis lýkur fjármögnun upp á USD 100 milljónir

Kerecis hefur lokið samanlagt USD 100 milljóna fjármögnun. Eignarhalds- og fjárfestingarfélagið KIRKBI, kennt við dönsku LEGO-fjölskylduna fjárfesti fyrir USD 40 milljónir. USD 20 milljónir voru seldar til meðfjárfesta og skuldabréfum að upphæð USD 10 milljónir breytt í hlutafé. Meðal nýrra meðfjárfesta má nefna lífeyrissjóðinn Brú og LSV.

16.6.2022

Alvotech skráð á Nasdaq New York

Í dag voru hlutabréf Alvotech Holdings skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í New York. Á næstu dögum verður öðrum áfanga náð með samhliða skráningu félagsins á Nasdaq First North Growth markaðinn á Íslandi. Arctica Finance, Landsbankinn og Arion banki voru meðal ráðgjafa Alvotech við hlutafjáraukningu í aðdraganda skráningar.

3.12.2021

Hagar og Reginn undirrita samning um kaup á nýju hlutafé í Klasa

Hagar hf. og Reginn hf. undirrituðu í dag, 3. desember 2021, samning um áskrift að nýju hlutafé í fasteignaþróunarfélaginu Klasa ehf. en líkt og tilkynnt var þann 24. september sl. undirrituðu Hagar hf., Reginn hf., Klasi ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu og rekstur fasteignaþróunarfélagsins Klasa ehf.

27.10.2021

Útgerðarfélag Reykjavíkur selur óveðtryggð skuldabréf fyrir um 7 milljarða króna

Útgerðarfélag Reykjavíkur (ÚR) hefur lokið 7.040 milljóna króna óveðtryggðu skuldabréfaútboði.

27.10.2021

Viljayfirlýsing um uppbyggingu 15 ma.kr. fasteignaþróunarfélags

Hagar hf., Reginn hf., Klasi ehf. og KLS eignarhaldsfélag ehf. undirrituðu á föstudaginn þann 24. september 2021 viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur öflugs fasteignaþróunarfélags.

22.10.2021

Samruni Nordic Visitor og Iceland Travel samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Nordic Visitor og Iceland Travel

9.10.2021

Hagar selja óverðtryggð skuldabréf til endurfjármögnunar á skuldabréfaflokki HAGA181021

Hagar hf. hafa tekið tilboði fjárfesta í skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki, HAGA181024.

25.6.2021

Áttföld eftirspurn í hlutafjárútboði Fly Play hf.

Mikil eftirspurn var í hlutafjárútboði Play sem lauk klukkan 16.00 í dag, föstudaginn 25. júní 2021.

21.6.2021

Opinn kynningarfundur í tengslum við hlutafjárútboð Fly Play hf.

Play býður til kynningarfundar í tengslum við útboðin á morgun, þriðjudaginn. 22. júní kl. 8:30.

14.6.2021

Nordic Visitor kaupir Iceland Travel

Icelandair Group og Nordic Visitor skrifuðu í dag undir samning um kaup Nordic Visitor á 100% hlut í Iceland Travel. Alfa Framtak fjármagnar kaupin hjá Nordic Visitor. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

14.6.2021

Hlutafjárútboð Fly Play hf.

Útboðin munu standa yfir frá kl. 10:00, fimmtudaginn 24. júní nk., til kl. 16:00 föstudaginn 25. júní.

21.4.2021

Arctica Finance lýkur vel heppnuðu hlutafjárútboði PLAY

Arctica Finance hafði umsjón með lokuðu hlutafjárútboði Fly Play hf. (PLAY) sem fram fór fyrr í þessum mánuði.

10.3.2021

Íslenskir fjárfestar leggja Alvotech til um tvo milljarða

Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur lokið fjármögnun upp á samtals USD 35 milljónir, jafnvirði um ISK 4,5 milljarða, en í þeim hópi sem leggja félaginu nú til nýtt hlutafé eru íslenskir fjárfestar.

25.2.2021

Mikill áhugi fjárfesta á þriðja víxlaútboði ÚR

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hélt lokað útboð á víxlum í tveimur flokkum miðvikudaginn 24. febrúar sl. Þetta er þriðja útboð félagsins á innan við hálfu ári, en það fyrsta á þessu ári. Útboðið heppnaðist mjög vel líkt og áður. Tilboð bárust að fjárhæð 3.500 millj. kr. frá 14 aðilum sem var umtalsvert meira en í síðasta útboði.

27.1.2021

Breytingar hjá Markaðsviðskiptum Arctica Finance

Jón Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Markaðsviðskipta Arctica Finance. Hann tekur við starfinu af Agnari Hanssyni sem hefur verið forstöðumaður deildarinnar frá stofnun hennar fyrir 10 árum. Agnar mun áfram sinna tilfallandi verkefnum í samvinnu við Arctica Finance og verða félaginu til ráðgjafar.

18.12.2020

Samruni Eldeyjar og Kynnisferða

Eldey og Kynnisferðir hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaga í eignasafni Eldeyjar og Kynnisferða. Við það sameinast rekstur Kynnisferða, Arcanum Fjallaleiðsögumanna, Logakórs og Sportköfunarskóla Íslands, auk þess sem sameinað félag mun verða minnihlutaeigandi í Íslenskum Heilsulindum, Lava Center og Raufarhólshelli.

25.11.2020

Áfram mikill áhugi fjárfesta á útboði ÚR

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hélt lokað útboð á víxlum í tveimur flokkum þriðjudaginn 24. nóvember sl. fyrir milligöngu Arctica Finance. Þetta er annað útboð félagsins á árinu, en það fyrra fór fram í ágúst sl. Útboðið heppnaðist mjög vel eins og hið fyrra og bárust tilboð að fjárhæð ISK 3.060 m frá 13 aðilum. ÚR ákvað að taka tilboðum fyrir ISK 2.360 m á 3,54% meðaltals vöxtum og voru þeir 0,28% lægri en í fyrra útboðinu.

15.10.2020

Reitir fasteignafélag hf. – Opinn rafrænn kynningarfundur

Auglýsing - Föstudaginn 16. október 2020, kl. 14:00 Í tengslum við hlutafjárútboð í Reitum fasteignafélagi hf.

1.9.2020

Mikill áhugi fjárfesta á útboði ÚR

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. hélt lokað útboð á víxlum í tveimur flokkum föstudaginn 28. ágúst sl. fyrir milligöngu Arctica Finance. Útboðið heppnaðist mjög vel og bárust tilboð að fjárhæð ISK 3.060 milljónum frá 15 aðilum. ÚR ákvað að taka tilboðum fyrir ISK 2.520 milljónum á 3,82% meðaltals vöxtum.

16.6.2020

Fredensborg ICE eignast 99,45% í Heimavöllum hf.

Þann 6. apríl 2020 gerði Fredensborg ICE ehf. hluthöfum í Heimavöllum hf. tilboð í hluti þeirra í félaginu. Gildistími yfirtökutilboðsins rann út þann 15. júní 2020. Alls tóku 242 hluthafar tilboðinu sem áttu sem nemur 24,32% hlutafjár í Heimavöllum.

7.5.2020

Fyrirhugaður samruni Eldeyjar og Kynnisferða

Undirritað hefur verið samkomulag um sameiningu Kynnisferða og félaga sem eru í eignasafni Eldeyjar, en með sameiningunni verður til eitt stærsta félag landsins sem sinnir afþreyingartengdri ferðaþjónustu.

2.4.2020

Yfirtökutilboð til hluthafa Heimavalla hf.

Fredensborg ICE ehf. gerir hluthöfum Heimavalla hf. tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu 1,5 kr. fyrir hlut.

10.3.2020

Arctica ráðgjafi við kaup á Heimavöllum

Fredensborg ICE ehf., hefur keypt 7.168.946.995 hluti í félaginu Heimavellir eða um 63,72%. Hlutirnir eru keyptir á genginu 1,5 og því nemur heildarmarkaðsvirði keyptra bréfa 10.753.420.493 krónum. Eftir kaupin fer Fredensborg ICE ehf. með samtals 73,94% hlutafjár í Heimavöllum. Í ljósi þess að Fredensborg ICE ehf. hefur eignast meira en 30% í Heimavöllum mun Fredensborg ICE ehf. gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Heimavalla í samræmi við X. kafla laga um verðbréfaviðskipti. Yfirtökutilboðið verður á sama verði og framangreind viðskipti og verður lagt fram innan fjögurra vikna frá dagsetningu þessarar tilkynningar.

26.2.2020

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova Sól

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor hf. á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól hf. af dótturfélagi Arion Banka. Þá hefur Nordic Visitor hf. einnig lokið áreiðanleikakönnun á Terra Nova Sól hf. og eru því fyrirvarar kaupsamnings uppfylltir.

19.12.2019

Nordic Visitor kaupir Terra Nova

Nordic Visitor hf. hefur keypt ferðaskrifstofuna Terra Nova Sól hf. af dótturfélagi Arion banka. Terra Nova var hluti af TravelCo hf. sem var stofnað í kjölfar gjaldþrots PrimeraAir og Arion banki tók yfir í júní síðastliðnum. Kaupin eru meðal annars með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki samkeppnisyfirvalda.

18.12.2019

EasyPark kaupir Leggja appið

Sænska fyrirtækið EasyPark hefur keypt íslenska bílastæðaappið Leggja af Já hf.

16.10.2019

Hagar hf. selja óverðtryggð skuldabréf til fjárfesta að nafnverði 2,5 ma.kr.

Hagar hf. hafa tekið tilboði fjárfesta í skuldabréf í nýjum óverðtryggðum flokki, HAGA 181021, en tilboðin bárust í framhaldi af lokuðu útboði félagsins þann 30. september sl. þar sem Hagar höfnuðu öllum tilboðum í óverðtryggðan flokk skuldabréfa. Óskað verður eftir að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland innan 6 mánaða.

2.10.2019

Arctica Finance lýkur vel heppnuðu skuldabréfaútboði fyrir Haga

Lokuðu útboði Haga hf. á skuldabréfum þann 30.september 2019 er lokið.

1.7.2019

Hagar hyggjast gefa út allt að 8 ma.kr. skuldabréf

Skrifað hefur verið undir samning við Arctica Finance hf. um framkvæmd skuldabréfaútboðsins

23.5.2019

Jarðvarmi eykur við hlut sinn í HS Orku

30% hlutur HS Orku í Bláa Lóninu seldur nýju félagi í eigu 14 lífeyrissjóða

23.4.2019

Grein í 100% fish gefin út um þróun á vinnslu bolfisks á Íslandi

Ný 100% fish grein komin út: From Sea to Land: Increased Inland Processing of Groundfish in Iceland. Hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans er að gefa út greinar um sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“

25.1.2019

Alvotech gefur út breytanleg skuldabréf fyrir USD 300 milljónir

Líftæknifyrirtækið Alvotech gaf nýverið út skuldabréf fyrir USD 300m eða jafnvirði ríflega 36 milljarða króna.

30.11.2018

Samruni Haga, Olís og DGV samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV, en Arctica Finance ásamt Landslögum var ráðgjafi Haga. Kaupsamningar um viðskiptin voru undirritaðir í apríl 2017 með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar Haga fyrir aukningu hlutafjár. Fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar var aflétt í júlí 2017 og hlutafjáraukning var samþykkt á aðalfundi Haga í júní 2017.

30.11.2018

Grein í 100% fish gefin út um þróun sjávarútvegs í Rússlandi

Ný 100% fish grein komin út: The Russian Seafood Modernization: A Message from Russia. Hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans er að gefa út greinar um sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“

12.9.2018

Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum

Í dag var undirrituð sátt á milli Haga hf. og Samkeppniseftirlitsins um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf., en ráðgjafar Haga voru Arctica Finance og Landslög.

19.7.2018

Fjármögnun lokið á flughóteli við Keflavíkurflugvöll

Aðaltorg ehf. hefur lokið fjármögnun á 150 herbergja Courtyard by Marriott flugvallarhóteli en ráðgjafi Aðaltorgs við fjármögnunina var Arctica Finance.

28.6.2018

Sala á meirihluta í vélsmiðjunni Hamri

Samkomulag hefur náðst um kaup á 70% hlut í félaginu Stál í Stál ehf. móðurfélagi vélsmiðjunnar Hamars og fasteignarfélagsins Idea.

27.6.2018

Fyrsta grein í 100% fish gefin út í samstarfi Arctica og Sjávarklasans

Sem hluti af samstarfi Arctica Finance og Sjávarklasans eru gefnar út greinar um ýmis sjávartengd viðfangsefni undir yfirtitlinum „100% fish“.

18.6.2018

Samstarf Arctica Finance og Íslenska sjávarklasans

Arctica Finance og Íslenski sjávarklasinn hafa ákveðið að hefja samstarf sem lýtur að því að greina og þróa tækifæri í sjávarútvegi. Samstarfið snýr meðal annars að fjármögnun verkefna innanlands og erlendis á sviði útgerðar, fullvinnslu og líftækni.

5.6.2018

Sérfræðingur í Markaðsviðskiptum

Arctica Finance leitar að verðbréfamiðlara. Öll reynsla af fjármálamarkaði er kostur en þó ekki nauðsyn. Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2018.

17.1.2018

Jón Þór Sigurvinsson ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance

Jón Þór Sigurvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance. Hann tekur við starfinu af Stefáni Þór Bjarnasyni sem hefur frá stofnun félagsins sinnt stöðu framkvæmdastjóra félagsins samhliða því að veita Fyrirtækjaráðgjöfinni forstöðu.

6.12.2017

TFII kaupir meirihluta í Hreinsitækni

TFII, nýstofnaður framtaksskjóður í rekstri Íslenskra Verðbréfa, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Hreinsitækni ehf.

6.11.2017

FlyOver Iceland equity financing

Viad Corp., a listed international experiential service company, has acquired a majority stake in Esja Attractions.

5.10.2017

Arctica Finance höfðar ógildingarmál vegna ákvörðunar FME

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur tekið þá ákvörðun að Arctica Finance hf. (Arctica) skuli greiða stjórnvaldssekt, þar sem að FME telur að Arctica hafi brotið ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og reglur FME um kaupaukakerfi. Arctica Finance höfðar ógildingarmál vegna ákvörðunar FME.

18.7.2017

Alopex Gold skráð á hlutabréfamarkað í Kanada

Fyr­ir­tækið Al­opex Gold, sem hef­ur fjár­fest í gull- og sink­nám­um á Græn­landi, hefur verið skráð á hluta­bréfa­markað í kaup­höll­inni í Toronto.

27.4.2017

Hagar hf. kaupa allt hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. og DGV ehf.

Hagar hf. og Lindarhvoll ehf., f.h. Ríkissjóðs Íslands, hafa undirritað kaupsamning um kaup á öllum hlutum í Lyfju hf. Var kaupsamningur undirritaður í kjölfar viðræðna um tilboð Haga hf. í opnu söluferli. Ráðgjafi kaupanda var Arctica Finance.

18.11.2016

Hagar hf. hafa undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Lyfju hf.

Hagar hf. og Lindarhvoll ehf., f.h. Ríkissjóðs Íslands, hafa undirritað kaupsamning um kaup á öllum hlutum í Lyfju hf. Var kaupsamningur undirritaður í kjölfar viðræðna um tilboð Haga hf. í opnu söluferli. Ráðgjafi kaupanda var Arctica Finance.

26.10.2016

Lýsing gefur út nýjan skuldabréfaflokk

Lýsing hf. hefur gefið út 2 milljarða króna að nafnvirði í nýjum skuldabréfaflokki LYSING 16 1. Skuldabréfin eru jafngreiðslubréf til 7 ára og greiða mánaðarlega vexti sem taka mið af 1 mánaða REIBOR vöxtum að viðbættu 1,10% vaxtaálagi. Bréfin eru tryggð með veði í dreifðu safni útlána og fjármögnunarsamninga. Óskað verður eftir að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland.

29.6.2016

Framlenging og endurfjármögnun skuldabréfs OR

Orkuveita Reykjavíkur hefur náð samkomulagi við eiganda skuldabréfsins OR 12 2016 um framlengingu og endurfjármögnun skuldabréfsins að hluta.

31.5.2016

Lýsing gefur út skuldabréf

Lýsing hf. gaf nýlega út 900 milljónir króna að nafnvirði í skuldabréfaflokknum LYSING 15 1. Félagið hefur nú gefið út samtals 4 milljarða króna að nafnvirði í skuldabréfaflokknum frá því í nóvember 2015. Skuldabréfin eru jafngreiðslubréf til fimm ára og greiða mánaðarlega vexti sem taka mið af 1 mánaða REIBOR vöxtum að viðbættu 120 punkta álagi. Bréfin eru tryggð með veði í dreifðu lánasafni.

28.4.2016

Reykjavíkurborg stækkar óverðtryggðan skuldabréfaflokk

Borgarráð hefur samþykkt tilboð Arctica Finance, fyrir hönd fjárfesta, í óverðtryggða skuldabréfaflokkinn RVKN 35 1 að nafnverði ISK 1.200 milljónir á ávöxtunarkröfunni 6,42%.

20.4.2016

Síminn skilmálabreytir skuldabréfaflokki

Í gær var haldinn fundur með eigendum skuldabréfsins Skipti 13 01 og í framhaldinu fundur með lánveitendum félagsins. Skuldabréfaeigendur samþykktu tillögu Símans um aukinn uppgreiðanleika flokksins ásamt því að þrengdir voru fjárhagslegir skilmálar og veðsetningarbanni bætt við flokkinn.

14.3.2016

Merger of H.F. Securities with Arctica Finance has been approved

The Financial Supervisory Authority in Iceland has approved the merger of H.F. Securities with Arctica Finance and Arctica Finance has assumed all rights and duties of H.F. Securities. The companies have been merged under the name of Arctica Finance.

9.3.2016

Sale of subordinate bonds for VÍS Insurance

For the last weeks Arctica Finance has worked with Vátryggingafélag Íslands – VÍS Insurance – in issuing and selling subordinated bonds. Arctica Finance, in cooperation with investors, initially submitted a binding offer for the total issue amounting to ISK 2.5 bn. Nevertheless, Arctica Finance engaged in the sale of the bonds, VIS 16 1, and they have been sold to a wide group of local institutional investors and were almost twice oversubscribed.

1.10.2015

Almennt útboð á hlutabréfum í Símanum

Almennt útboð á hlutabréfum í Símanum hefst mánudaginn 5. október kl. 10:00 og lýkur miðvikudaginn 7. október kl. 16:00. Stærð útboðsins nemur 1.737.000.000 hlutum eða 18% hlut í félaginu og nemur söluandvirði þeirra að lágmarki 4.689,9 milljónum króna.